Blaðabörn: Evrópuráðið er ekki ESB-stofnun!

Þó að menn hafi þúsund sinnum leiðrétt endalausar rangfærslur í íslenskum fjölmiðlum halda ómenntaðir krakkar sem eru látnir snara fréttaskeytum áfram að endurtaka sömu villurnar, frétt eftir frétt, ár eftir ár. Ísland er stofnaðili að Evrópuráðinu í Strasborg. Á ensku: Council of Europe. Sú stofnun kemur ESB ekkert við! Æðsta stofnun Evrópusambandsins heitir á íslensku Leiðtogaráðið eða Leiðtogaráð Evrópusambandsins. Þar koma saman æðstu þjóðhöfðingjar ESB-ríkja. Því miður var þeirri stofnun valið nafn á frönsku og ensku sem líkist um of nafni eldri stofnunarinnar, þ.e. The European Council.

Trúlega er það grunnskilyrði fyrir ráðningu sem blaðamaður á Morgunblaðinu að hafa ekki grænan grun um uppbyggingu evrópskra stofnana. En ekki eykur þetta traust á gæði íslenskrar fréttamennsku!


mbl.is ESB miðli málum í Katalóníudeilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múhammeð vinsælasta drengjanafn Bretlands samkvæmt Independent

Sá eða sú sem snaraði frétt The Independent (og lét sem betur fer hlekkinn fylgja með)er því miður ekki alveg nógu fær í ensku. Ef farið er í upprunalega frétt kemur í ljós að The Independent er einfaldlega að segja að arabíska nafnið Múhameð sé vinsælasta drengjanafn í Bretlandi! Þ.e. ef öll ritform nafnsins eru talin sem eitt. Það er mjög eðlilegt að telja Mohammad, Mohammed, Muhammed, Muhammad o.s.frv. vera sama nafnið, enda eru þau öll borin eins fram! Þeir sem til þekkja vita að sérhljóðar eru ekki skrifaðir í arabísku og þannig verða hinir ýmsu rithættir til, þegar umrita á arabísk orð eða nöfn á öðrum tungumálum.

Þetta eru ekki ný tíðindi. Síðustu ár hefur komið í ljós að langvinsælasta nafn sem nýfæddum sveinbörnum er gefið í evrópskum stórborgum allt frá Osló til Rotterdam er einmitt Múhammeð í hinum ýmsu myndum. Af þessu má síðan draga vissar ályktanir um nýja íbúasamsetningu í álfunni og kannski líka um aðlögunarvilja hinna nýju Evrópubúa.


mbl.is Muhammad vinsælla en William
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband