Frá Prague til Bavaria???

Eins og tíðkast í öllum öðrum mér þekktum tungumálum aðlagar íslenska erlend staðarheiti að eigin málkerfi. Við eigum þannig meðal annars íslensk orð fyrir ofangreinda staði: Prag og Bæjaraland! Það væri þó illskárra að skrifa Bayern en að hanga í enskunni og skrifa "Bavaria". Á íslensku er franska héraðið Burgundy heldur ekki til. Það heitir á frönsku Bourgogne og við höfum alltaf kallað það Búrgundahérað. Sérstaklega er neyðarlegt að lesa greinar eftir menn sem þykjast vera sérstakir kunnáttumenn um vín skrifa um Búrgúndývín. Enska er ágæt til síns brúks, en þegar menn eru að semja texta á íslensku eiga staðarnöfn að vera á sama máli.


mbl.is Man það að vera á flótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband