Blaðabörn: Evrópuráðið er ekki ESB-stofnun!

Þó að menn hafi þúsund sinnum leiðrétt endalausar rangfærslur í íslenskum fjölmiðlum halda ómenntaðir krakkar sem eru látnir snara fréttaskeytum áfram að endurtaka sömu villurnar, frétt eftir frétt, ár eftir ár. Ísland er stofnaðili að Evrópuráðinu í Strasborg. Á ensku: Council of Europe. Sú stofnun kemur ESB ekkert við! Æðsta stofnun Evrópusambandsins heitir á íslensku Leiðtogaráðið eða Leiðtogaráð Evrópusambandsins. Þar koma saman æðstu þjóðhöfðingjar ESB-ríkja. Því miður var þeirri stofnun valið nafn á frönsku og ensku sem líkist um of nafni eldri stofnunarinnar, þ.e. The European Council.

Trúlega er það grunnskilyrði fyrir ráðningu sem blaðamaður á Morgunblaðinu að hafa ekki grænan grun um uppbyggingu evrópskra stofnana. En ekki eykur þetta traust á gæði íslenskrar fréttamennsku!


mbl.is ESB miðli málum í Katalóníudeilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband