Þýskaland er innflytjendaland-með misheppnaða pólitík.

Forseti Þýskalands, Christian Wulff, hóf í dag viðræður sínar við leiðtoga Þýskalands, þar sem hann er í opinberri heimsókn... (sic!)

gleymdi að vista originalið. Það er öruggara ef ske kynni að Moggamenn leiðréttu fréttina.

Hvað innihaldið varðar, er kannski mikilvægara fyrir forseta Þýskalands að ræða málefni tyrkneskra innflytjenda í Þýskalandi við þá sjálfa, eða við þýsku þjóðina, frekar en við ríkisstjórn íslamistaflokks í Ankara eða við herforingjana sem stjórna Tyrklandi í raun. Merkel segir núna að Múltí-kúltí (fjölþjóðamenningarstefna) hafi gjörsamlega mistekist í Þýskalandi. Þetta hafa allir vitað í áratugi. Það er alltaf gott að tala út um hlutina. Allan þennan tíma gengu þýsk yfirvöld út frá því sem gefnu að "gestaverkamenn" (die Gastarbeiter) myndu halda sig til hlés og fljúga heim að loknu starfi. En þeir stofnuðu fjölskyldur (sóttu frænkur sínar til Tyrklands og giftust þeim) og eru þarna enn. Og í þriðju og fjórðu kynslóð eru þeir kallaðir "útlendingar" (Ausländer), meira segja af þeim sem þykjast tala þeirra máli! Mikið væri gott ef sjálfblekking bæði hægri manna ("Þýskaland er ekki innflytjendaland" : t.d. 1990 þegar ein milljón manna fluttist þangað og vinstri manna: ("Í Múltí-kúltí landi mun ljónið leika sér við lömbin") heyrir sögunni til og menn fara að tala um staðreyndir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband