Fáránleg fyrirsögn Mogga.

"Þau vísindalegu rök sem voru til staðar fyrir banni við blóðgjöf samkynhneigðra eru börn síns tíma og eiga ekki lengur við, enda hefur tíðni HIV-smita meðal samkynhneigðra snarlækkað, auk þess sem allt blóð er skannað fyrir HIV-smitum, lifrarbólgu og fleiru.“

Úr þessu gerir Mogginn: "Segja vísindaleg rök ekki eiga lengur við". Ég hélt að nú kæmi yfirlýsing frá Vatíkaninu um Sköpunarkenningu Darwins eða um smokkanotkun t.d.

En nei, það eru ungir íslenskir jafnaðarmenn. Málið er bara að þeir segja eitthvað allt annað en það sem Mogginn vill láta okkur lesa. Sum sé að það sem var talið öruggast samkvæmt vísindalegri þekkingu á sínum tíma eigi ekki lengur við. Vísindi og fræði eru í sífelldri endurskoðun. En það er ekki von að menn skilji slíkt á Mogga, þar sem stóri sannleikur stendur fastur í eitt skipti fyrir öll. Eins og þegar Dabbi lýsti því yfir að "aðild Íslands að Evrópusambandinu er ekki á dagskrá", þegar ekki var um annað talað. Flokksmenn hlýddu þá og hlýða enn. Foringinn hefur talað.


mbl.is Segja vísindaleg rök ekki eiga lengur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband