Blaðabörn! Evrópuráðið er ekki ESB-stofnun! Endurtekið efni.

Það er með ólíkindum að íslenskir blaðamenn virðast gersamlega ófærir um að gera greinarmun á æðstu stofnunum Evrópusambandsins og óskyldri stofnun, Evrópuráðinu. Ísland er stofnaðili Evrópuráðsins í Strasborg (e. Council of Europe). Sú stofnun kemur ESB ekkert við. Æðstu stofnanir ESB eru síðan Leiðtogaráðið (e. European Council), þar sem þjóðhöfðingjar aðildarríkjanna koma saman tvisvar á ári eða þar um bil, þess á milli fer Ráðherraráðið (Council of Ministers) með aðkallandi störf.

Leiðtogaráðið og ráðherraráðið eru fulltrúar aðildarríkjanna og fara með hið eiginlega vald. Hinar tvær aðalstofnanirnar eru Framkvæmdastjórin og Þingið sem eru alríkisstofnanir (e. federal).

Donald Tusk er forseti Leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Hann er ekki á launaskrá Evrópuráðsins, enda kemur hann hvergi að starfi þess apparats.

 


mbl.is Tyrkir stefna enn á aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband