Nei sko, þetta geta þeir!

Þegar heittrúaðir imamar (múslimskir predikarar) í Danmörku höfðu ferðast um Miðausturlönd og breitt út þau tíðindi að hinir illu Danir hötuðu Múslima og létu birta skelfilegar skopmyndir af sjálfum spámanninum í dagblöðum sínum, (myndirnar eru nær allar mjög sakleysislegar), varð allt vitlaust m.a. í Sýrlandi. Þetta gerðist 6 mánuðum eftir að myndirnar 12 birtust í Jyllands Posten, þ.á.m. hin fræga af eyðimerkurpashanum með sprengju í túrbaninum (Múhammeð?) eftir Kurt Westergaard. Sú staðreynd að Danir höfðu af rausnarskap sínum tekið við tugþúsundum flóttafólks frá þessum alræmdu einræðisríkjum og að imamarnir sjálfir lifðu af bótum féll af einhverjum ástæðum undir borðið. Þeir kynntu við sama tækifæri (mjög slæmar) myndir sem þeim höfðu borist einhvers staðar frá (en öllum var sagt að dönsk dagblöð hefðu birt þær myndir líka). Hvað gerðist síðan í Sýrlandi? Félagið Ísland-Palestína myndi væntanlega segja að friðsamir mótmælendur hafi hópast saman í Damaskus til að mótmæla hneykslanlegri framkomu hinna viðurstyggilegu dönsku trúleysingja. Aðrir gætu sagt að óður skríll hafi gengið óhindrað um götur Damaskus og brennt til grunna sendiráð bæði Danmerkur og Noregs og fótum troðið fyrir framan sjónvarpsmyndavélar þjóðfána þessara landa með sínum kristnu krossum. Hvað aðhöfðust leyniþjónusta, her og lögregla? Ekkert. En almælt er að randafluga geti ekki flogið um götur Damaskus án þess að leynilögreglan hafi augu með henni. Það er því gleðilegt að heyra að starfsemin liggi ekki alveg niðri í þessum ágætu stofnunum og að þær geti látið til sín taka þegar valdhöfum sýnist svo.
mbl.is Mótmæli leyst upp í Sýrlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband