"Evrusvæðið er mikilvægasta markaðssvæði okkar".

Vinstri- og hægri vaktir ýmiss konar halda því að mönnum að Evrópa skipti engu máli, þar sé allt á hausnum o.s.fr. Við eigum því að versla við Ameríku, Kína,  Brasilíu og guð má vita hvað. En:

Sumir virðast endilega vilja gleyma því að Kaninn yfirgaf okkur ein og varnarlaus hér á skerinu árið 2006 og DO, Björn Bjarna og Styrmir stóðu grátklökkir eftir. Mestalla 20. öld höfðum við sérkjör við Engilsaxa, sérstaklega BNA vegna hernaðarlegs mikilvægis í heimsstyrjöldunum og síðan í Kalda stríðinu. Amerískir markaðir voru galopnir fyrir íslensk fyrirtæki, auk þess sem Íslendingar fengu alls konar sposlur sem öðrum stóðu ekki til boða. Flestir diplómatar virðast hafa litið á eyjarskeggja sem dekurbörn, en þeir borguðu samt þar sem þeir töldu að svo mikið væri í húfi fyrir BNA sjálf. Bandaríkjamenn hafa enga ástæðu til að veita okkur einhver sérkjör núna (sumir eru að vona að Norðurhjaramál geri okkur aftur spennandi, en það gæti orðið langt í það). Auðvitað er frábært ef mönnum tekst að halda stöðu sinni í N.-Ameríku. En hvað varð um íslensku sjávarútvegsfyrirtækin þar? (Coldwater o.s.frv.).

En burtséð frá því þurfa menn að sinna þeim mörkuðum sem þeir þekkja, sem þeir hafa einhverja menningarlega innsýn í, þar sem er hefð fyrir að menn vilja versla við okkur og sem ekki eru of langt í burtu. Menn geta þannig sinnt sínum erindum í Evrópu á einum degi og verið komnir heim um kvöld! Ekkert af þessu gildir um Brasilíu, Kína eða Indland, eins spennandi og þau þó eru.

Að síðustu: Danir hafa að vísu sína dönsku krónu, en hún er rígbundin við evruna (1.3% vikmörk!), eins og hún var áður bundin við þýska markið í áratugi. Hagfræðingur frá London School of Economics sem oft hefur komið hingað orðaði þetta ágætlega:" Evran er gjaldmiðill Dana, en þeir kjósa að kalla hana danska krónu!"


mbl.is Kröftugri útflutningur en spáð var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftir fáa áratugi verður meirihluti ESB-búa á eftirlaunaaldri. Enginn veit hvernig rekstur þessara þjóðfélaga verður yfirleitt látinn ganga upp þá.

Málið er ekki að við ættum að finna okkur fleiri markaðsvæði heldur að við þurfum þess.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 21:29

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef þú byggir sannfæringu þína á útflutningstölum af því sem fer í gegnum Rotterdam, þá bið ég þig að skoða málið dýpra. 

Það er annars gaman að því að þú hafir getað grafið upp snappy remark frá akademíker í einhverjum hagspekiskóla.  Eru það rök eða bara hugsað sem skemmtilegt punchline á annars innihaldslausa grein?

Jón Steinar Ragnarsson, 20.5.2012 kl. 21:54

3 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

ESB er ekki ein heild, Hans. Alls staðar á Norðurlöndum, í Frakklandi og á Írlandi er viðkoman bara prýðileg, takk fyrir. Fæðingartíðni hefur hins vegar hríðfallið í Þýskalandi, á Ítalíu, Spáni og í Mið- og Austurevrópu. Fyrst töldu löndin eiga það sameiginlegt að gera mjög vel við fjölskyldur og að gera konum kleift að eignast börn og stunda sína vinnu, í stað þess að neyðast til að velja á milli,

(nema Írland sem er strang-kaþólskt). Fyrir utan þetta er gífurlegur innflutningur fólks alls staðar frá til Evrópu. Öll nágrannalönd vilja ólm ganga í sambandið, þar sem nú eru þegar fyrir yfir 500 000 000 (milljónir) manna!

Við þurfum að finna nýja markaði, en það gildir um alla aðra líka. EES er stærsti og ríkasti markaður heims! "If you can make it here, you can make it anywhere", söng Sinatra forðum! ESB lönd eru í fremstu röð um allan heim sem útflytjendur, aðild myndi ekki hindra okkur að neinu leyti í að ná sama árangri.

Sæmundur G. Halldórsson , 20.5.2012 kl. 21:59

4 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Ég ætla mér ekki þá dul að geta skrifað eins snjallan texta og Martin Wolf (tílvitnunin í lokin er í hann úr ræðu sem hann hélt í vetur í Hátíðasal H.Í.).

Vísunin í danska krónu kemur til vegna athugasemdar Vinstrivaktarinnar gegn ESB við sömu frétt, þar sem dönsk króna er lofuð. Snjallast væri sjálfsagt að fara að ráðum hins ástsæla þingmanns Vestmannaeyjinga sem lagði til að við tækjum um færeyska krónu! Þar sem sú færeyska er ekkert annað en dönsk króna í dularbúningi, sem aftur er dulbúin evra, er þetta besta lausn sem nokkur hefur stungið upp á hingað til svo að við getum fengið evru sem fyrst!

 Varðandi umskipun í Rotterdam, þá er það rétt að margt fer áfram þaðan, en mér skilst að álið fari t.d. mest allt á þýskan markað og að megnið af íslenskum vörum sé sent til Evrópulanda.

PS: Ég hef lagt þó nokkuð á mig til að finna innihald í þínum fjölmörgu greinum, Jón Steinar, en oftast þurft að gefast upp.

Sæmundur G. Halldórsson , 20.5.2012 kl. 22:10

5 identicon

Skv. mannfjöldaspám Eurostat (hagstofu ESB) verða tæp 47% Frakka eldri en 65 ára árið 2060 og norðurlöndin á svipuðu bili (43-47%). Það er kannski ágætt samanborið við Þýskaland þar sem útlit er fyrir að tæp 60% íbúafjöldans verði eldir en 65 ára en þetta eru ekki góðar tölur miðað við heiminn almennt.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 22:14

6 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Við skulum ræða um þetta aftur árið 2060 Hans, en þó efast ég um að við verðum þá báðir á lífi. Þetta er vissulega gríðarlegt vandamál, breytingar á fæðingatíðni hafa áhrif langt fram í framtíðina. Að hluta til er ekki hægt að stýra þessum málum ef þróunin er komin á vissa ferð. En þetta er nokkuð sem öll lönd eiga sameiginlegt, þegar menntun og hagsæld eykst. Það sama er að gerast í Norður-Afríku, (sérstaklega Túnis), og Austur-Asíu. Á meðan saman fara aukinn hagvöxtur og stórfelld fjölgun (baby-boom), græða löndin gífurlega í eina kynslóð, (the natality bonus), en þá er ballið líka búið. Ég hef þó ekki of miklar áhyggjur. Endum þetta með ágætri tilvitnun í John Meynard Keynes: "In the long run we will all be dead".

Sæmundur G. Halldórsson , 20.5.2012 kl. 22:27

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kannski að þú hefðir orðið einhvers fróðari ef þú hefðir náð að koma þér í gegnum efnið. Þeir eru litlu nær sem gefast upp. Ég komst í gegnum þín skrif sem vafalaust eru sett niður af sannfæringu þótt ekki leynist einhver þótti á milli linanna.  Þau bættu hinsvegar engu við skilning minn, enda að megninu ógrundaðar fullyrðingar og lausdregnar vangaveltur. Þín skoðun engu að síður og þú mátt hafa hana. Ég sannfæriðist allavega ekki um neitt.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.5.2012 kl. 22:29

8 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Rökræður við sanntrúaða geta verið ágæt skemmtun, en það er borin von að einhver geti sannfært þann sem telur sig vita betur. Þetta eru ekki annað en bloggskrif og vangaveltur eru ágætar til síns brúks. Menn langar ekki alltaf að senda frá sér lærð rit um öll umræðuefni. En ef þú vilt vita hvaðan ég hef mína visku (að hluta til) hvað varðar samskipti Íslands og Bandaríkjanna á 20. öld bendi ég á afbragðsgóð grundvallarrit Vals Ingimundarsonar, en einnig á 3. binda verk Péturs J. Thorsteinssonar um sögu íslenskrar utanríkisþjónustu.

Sæmundur G. Halldórsson , 20.5.2012 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband