Er hún ekki svínið?

Manneskjan þykist í heila sjö mánuði vera ástkona manns sem hefur misst starf, konu, heiður og mannorð (þó að enginn dómur hafi fallið). Þetta gerir hún til þess að nýta sér reynsluna til að svína "ástmann" sinn út sér til hagsbóta. Strauss-Kahn er þrátt fyrir allt sterkefnaður, svo "rithöfundurinn" hefur væntanlega notið þægilegs lífsstíls meðan á svikunum stóð. Þegar hún hefur safnað nægilegu efni gefur hún sorpritið út og heimspressan gleypir við: hann er svín! Þvílík hræsni.
mbl.is Ástkona lýsir Strauss-Kahn sem „hálfsvíni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er nokkuð sammála þessari greiningu þinni. Þessi kona fór með athæfinu sjálf niður fyrir það plan sem hún staðsetur Strauss-Kahn á. Margir munu eflaust "bæta um betur" og hefja hana upp til skýjanna fyrir tiltækið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.2.2013 kl. 16:29

2 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Einmitt, hún fer niður fyrir það plan sem hún sakar hann um að vera á. Það sem manneskjan gerir kalla Frakkar: "tirer sur une ambulance", þ.e. að skjóta á sjúkrabílinn. Við myndum segja: sparka í liggjandi mann.

Sæmundur G. Halldórsson , 22.2.2013 kl. 17:10

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Enskumælandi myndu segja:  "lie down with dogs and come up with fleas".

En hvað gera ekki sumir í hagnaðarskyni...

Kolbrún Hilmars, 22.2.2013 kl. 17:17

4 identicon

Alveg týpískst að þið íslensku karlmenn skjóti hér á hjákonuna.Hún er ekki vondi aðilin hér heldur maðurinn sem hún var með.

Hann var giftur og notaði konur eins og tuskur sem var svo hægt að fleygja í ruslið ein sog hverju öðru sorpi.Þessi maður er verri aðilinn hér ekki hún.

skjóna (IP-tala skráð) 24.2.2013 kl. 13:22

5 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Getur verið að þú hafir misst af einhverju Skjóna? Þegar þetta samband þessarar svokölluðu hjákonu við Strauss-Kahn hófst hafði æsingurinn yfir meintri nauðgun hans tröllriðið heimspressunni í hálft ár. Honum var hent í tugthús, hann hafði misst starf sitt og framtíðarmöguleika, konan hafði yfirgefið hann og hann var úthrópaður. En það var aldrei lögð fram ákæra gegn honum. Hvers vegna það? Jú, sú sem ásakaði hann var staðin að ótrúlegum raðlygum. Hún virðist ekki hafa sagt satt orð frá því hún kom til Bandaríkjanna fyrir 10 árum. Það voru engin réttarhöld, það féll enginn dómur. Aðeins bjánar sem halda að þeir /þær viti betur en lögregla og dómstólar segja annað. Ef þetta sem þú segir er satt, hvers vegna í ósköpunum tók þessi Irène Iacob upp samband við hann EFTIR að allt þetta hafði verið úthrópað um heimsbyggðina. Ertu að segja að konur séu óvitar og að það verði að hafa vit fyrir þeim. Er það þess vegna sem hann er "verri aðilinn" en ekki hún. Af því að hún veit ekki hvað hún gerir og ber því enga ábyrgð?

Sæmundur G. Halldórsson , 25.2.2013 kl. 03:46

6 identicon

Skjóna: Af hverju eru þau ekki bæði "vondi kallinn"? Eru konur hafnar yfir það að gera eitthvað rangt? Eða réttlætir það hver hann var allt sem hún gerði?

En þrátt fyrir að um aðferðirnar hafi verið siðferðislega vafasamar, þá hljómar þetta eins og áhugaverð bók.

Danni (IP-tala skráð) 25.2.2013 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband