Þjóðverja vísað frá Þýskalandi???

Hið Þúsund ára ríki (sem stóð í 12 ár) hóf feril sinn á því að gera hundruð þúsunda eigin borgara brottræk úr landi sínu. Sambandslýðveldið sem var stofnað 1948 lagði því blátt bann við því að ríkið gæti tekið ríkisborgararétt af nokkrum manni. Það væri því gott að Moggi vísaði til heimilda um þessa "frétt". Á netinu er ekkert að finna um að Sven Lau hafi verið vísað úr (sínu eigin) landi, enda væri það forsíðufrétt í allri heimspressunni ef svo væri.
mbl.is Vísuðu múslímaklerki úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hlýtur að hafa verið eitthvað vafasamt um borgararétt ,,þjóðverjans" Sven Lau, ef hægt var að vísa honum úr landi vegna gruns um aðild að hryðjuverkastarsemi og hatursræður í anda Salafismans.

Annars finnst mér ekkert óeðlilegt við það að gera fólk útlægt, sem er fyrir löngu búið að gera sjálft sig að utangarðsfólki með hatursáróðri gegn eigin þjóð og lýðræðinu. Slíkt fólk á einfaldlega að búa í Múslímaríki þar sem þeir geta rækt trú sína í friði við umhverfið.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 9.6.2013 kl. 10:27

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eina sem ég finn um þetta mál er að Egyptar vísuðu honum úr landi er hann kom til landsins. Hann er því aftur heima í þýskalandi. Þetta er aldeilis heiladauð blaðamennska.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.6.2013 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband