Ömurlegt

Kann enginn að skammast sín í þessu kerfi okkar? Við erum opin gagnvart innflutningi fólks frá Norðurlöndum og síðustu tuttugu ár einnig frá löndum EES samningsins (Noregs, Sviss og Evrópusambandslanda). En heimurinn er mun stærri en þetta. Allir sem ekki eru frá EES löndum virðast mæta algerri hentistefnu og oftar en ekki mannfjandsamlegri framkomu hjá kerfinu. Vildum við vera meðhöndluð með þessum hætti ef við settumst að erlendis? Það sem þér viljið eigi að yður sé gjört, það skulið þið ei þeim gjöra.
mbl.is „Hún bara gafst upp og fór“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Íslandi hefur lengi verið stjórnað af rasisma, skyldleikarækt, rotinboruhætti, útlendingahræðslu, minnimáttarkennd, fordómum og lélegum, illa menntuðum lögfræðingum með mannfyrirlitningu.

Þorsteinn Gunnarsson er ekki starfi sínu vaxinn sem forstöðumaður útendingastofnunnar. Honum hefur ekki tekist að stemma stigu við erlendum glæpamönnum, en ung kona sem öll er að vilja gerð til að verða vinnandi þegn í þjóðfélaginu er bolað í burtu með "dönskum" aðferðum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.9.2013 kl. 00:05

2 identicon

Allt satt og rétt sem þú segir Vilhjálmur. Ég vil þó ekki nefna einstakar persónur, en heldur beina sjónum að ákveðnu hugarfari og atferli sem er gamalt og gróið hér á landi, eins og þú veist manna best. Ég var svo heppinn að þekkja Einar Heimisson, sem dó alltof ungur, en hann og Þór Whithead, sem og þú sjálfur, hafa manna mest gert til að kynna skammarlega framgöngu íslenskra yfirvalda gagnvart Gyðingum, sem reyndu að flýja villimennsku nasista og annarra evrópskra rasista á stríðsárunum. En: "Der Schoß ist fruchtbar noch, aus dem das kroch." Heimskingjarnir eru alltaf og alls staðar í meirihluta. Þegar þýski gyðingurinn sem þá var kominn í örugga höfn í Ameríku,  Albert Einstein, var spurður hvort alheimurinn væri virkilega óendanlegur sagði hann, eins og þekkt er, að það væri hann ekki algerlega viss um, en að hitt vissi hann og það væri að heimska mannanna væri óendanleg.

Sæmundur Garðar Halldórsson (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 00:27

3 identicon

Ef hún hefði sagt strax að hún væri múslimi og hefði týnt vegabréfinu, þá væri hún löngu búin að fá ríkisborgararéttinn. Múslimar fá nefnilega sér hrað-meðferð ef þeir eru pappírslausir á norðurlöndum. Spyrjið bara Ögmund og Össur!

Það er rétt sem Vilhjálmur segir: Minnimáttarkend og illa að sér um sjálfsagða hluti í nútímasamfélagi. Og þá kemur hrokinn.

Laga og þekkingarleysið er með eindæmum í svona mannréttindamálum og skilja þarna tugir ára á milli Íslands og annarra vesturlandaþjóða.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 00:33

4 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Sumir Filippseyingar eru reyndar múslimar (a.m.k. þeir sem koma frá Mindanao). Ég sé ekki að trúarbrögð komi þessu máli við. Hér blasir við hreinn rasisimi, búraháttur og almennur fjandskapur gegn útlendingum.

Sæmundur G. Halldórsson , 19.9.2013 kl. 01:23

5 identicon

Enginn á rétt á því að búa nokkurs staðar. Enginn á nein "réttindi" yfirhöfuð. Lönd og þjóðir eru ekki til. Enginn hefur því meiri rétt til að búa einhvers staðar en einhver annar. Kerfið mun falla og ríkið með því og menn munu fylgja sínum eigin vilja á ný, hvert sem hann leiðir, og aldrei framar þurfa á "réttindum" að halda.

N.O.S. (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 02:41

6 identicon

Láttu ekki temja þig, maður! Vertu ekki sem húsdýr! Brjóttu þér leið út úr búrinu!

N.O.S. (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 02:43

7 identicon

"Rasar" hafa aldrei verið til. Til hafa verið menn með sameiginlegan málstað. Þá má flokka sem sálnahóp eða "fólk" (þjóð). Að sameinast um annað en málstað er fyrir neðan mannlega virðingu. Einu raunverulegu þjóðir  sögunnar byggja á málstað, en ekki sögu/menningu/rasa. Því menn eru ekki húsdýr/tegund/labradorar/púllíhundar. Heldur eitthvað annað, þó margir hegði sér líkt og húsdýr, og telji sig því til "rasa". MENN geta sameinast um málstaði. ÚTLENDINGAR eru ekki til. Því það eru engin útlönd. Og enginn maður á "rétt" á nokkrum samstað. Hann býr sér sjálfur til "rétt" með að fylgja vilja sínum, þangað sem hann í raun stefnir. Álit annarra gerir dvöl hans hvorki réttari né rengri. Ef dvöl hans helgast ekki af vilja þá á hann að fara burt. Hvort sem hann er "innlendur" eða "erlendur". 

N.O.S (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 02:54

8 identicon

Ef einn einstaklingur frá löndum Suðaustur Asíu (filippseyjar, thailand, Vietnam ofl) sest að á Íslandi, er líklegt að hópur ættingja reyni að koma á eftir honum til Íslands. Ég hélt að allir gerðu sér grein fyrir því. Oft er reynt að komast inn í landið með gerfihjónaböndum og ýmsum öð'rum aðferðum. Er ekki rétt að vera á verði gegn slíku?

Sammi (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 09:26

9 identicon

Ég hef einnig mikið við það að athuga að stór hluti Póllands og Litháen setjist hér að, og ég tala nú ekki um að Rúmenía og Búlgaría komi í kjölfarið. Því miður höfum við samið um þessa hluti við EU, og því ekkert hægt að gera í fljótheitum. Ísland á umfram allt að segja upp samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, og gera í staðinn tvíhliða viðskiptasamning við EU, ég segi viðskiptasamning og ekkert annað. Það er mikilvægt að við stjórnum okkar innflytjendamálum sjálfir og veljum EINGÖNGU fólk með gát og þá fyrst og fremst hámenntað fólk sem innflytjendur. Ég bendi á indverska lækna og hygg að það sé lausnin við læknaskorti á íslandi að fá þá hingað. Ég hef ALLS EKKERT á moti stúlkunni frá Filippseyjum, en vildi aðeins benda á þá staðreynd að fólk frá Suðaustur Asíu neytir allra bragða til að komast til norðurlanda, því við erum moldríkt fólk í augum Thailendinga og Filippseyinga

Sammi (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 10:49

sammi (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 10:55

10 identicon

Ekki ómerkari leiðtogi en Angela Merkel kanslari Þýskalands, hefur sagt að hið svokallaða fjölmenningarsamfélag sé ekki draumur heldur óhugnanleg martröð og gangi því alls ekki upp. Hún veit hvað hún segir, þýskaland hefur aldeilis fengið að kenna á fjölmenningunni (flóðbylgja af tyrkjum). Við á Íslandi eigum að taka víti annara til varnaðar og segja NEI við fjölmenningarsamfélagi

Sammi (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 12:45

11 identicon

Sæll.

Ég hef því miður margra ára reynslu af samskiptum við útlendingastofnun og þar er allt á eina bókina lagt: Fúsk og handarbakarvinnubrögð. Skipta þarf um starfslið þar eins og það leggur sig og fá þangað fólk sem nennir að sinna sínu starfi og getur farið eftir þeim reglum sem gilda.

Því miður er mikið til í því sem VÖV segir, útlendingastofnun getur ekki vísað dæmdum mönnum úr landi og má í því sambandi nefna að lögreglustjórinn í Rvk sá ástæðu til að fara með það mál í fjölmiðla fyrir fáeinum árum. Útlendingastofnun virðist hafa tíma og orku til að pönkast í venjulegu fólki en svo er glæpamenn teknir með silkihönskum.

Útlendingastofnun hefur alltof mikil völd. Vegna sinnar framkomu við fjölskyldu Ellerts ætti  fleiri en einn og fleiri en tveir að fjúka. Vegna þess að það gerist ekki munu atvik sem þessi endurtaka sig - hvort sem við heyrum um þau eða ekki.

Ég veit til þess að útlendingar hér sem vilja bjóða skyldmennum sínum hingað sem ferðamenn fá nei við því frá útlendingastofnun. Það ratar ekki í fjölmiðla.

Helgi (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 12:50

12 identicon

Síðan hvenær er Angela Merkel "merkileg"? Hún er ekki alslæm, það er rétt. Hún hafði til dæmis manndóm til að gera Gyðingdóm að ríkistrú í Þýskalandi ásamt Kristni, sem er lágmark bæði vegna eilífrar skuldar Þjóðverja vegna þjáninga þeirra sem þeir ullu gyðingum, mestu þjáninga og hryllingi, sem mannkynssagan hefur þekkt, og einnig vegna menningarlegrar skuldar sem var komin til þar áður, því stórhluti helstu og frægustu skálda og listamanna, vísindamanna, heimspekinga og hugsaða Þýskalands voru gyðingar, 100% eða 50%, trúarlega eða aðeins menningarlega. Heine, Rilke, Mahler, Einstein, Wittgenstein, Marx, listinn er endalaus og í raun ótrúlegur í ljósi þess hversu lítið brot þjóðarinnar var af þessu bergi brotinn. Þetta er álíka ótrúlegt og ef helmingur helstu merkismanna Íslands; Laxness, Kári Stefánsson, Jónas Hallgrímsson, Jón Sigurðsson og fleiri og fleiri væru í raun ættaðir frá Litháen, hlutfallslega væri það alls ekkert ótrúlegra. Svo Merkel sýnir manndóm á vissum sviðum. Það gerir hana ekki einhverja stórmerkilega manneskju. Í Evrópu nútímans er engan merkilegan stjórnmálamann eða stjórnspeking af neinu tagi að finna. Helstu hugsuðir stjórnmálanna í dag búa allir utan Evrópu og þannig hefur það meira og minna verið eftir síðari heimsstyrjöldina, með örfáum undantekningum sem telja má á fingrum annarrar handar.

Rafael (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 15:11

13 identicon

Hvort finnst þér eðlilegra Sammi, að lítil stúlka fái að búa hjá MÓÐUR SINNI!!!!! Frekar en hinum megin við hafið, mílur í burtu...Eða að ríkisstjórnin flytji inn tugi manns frá gerólíkum menningarheimum sem hafa engin tengsl eða fjölskyldu hér, ólíkt móður stúlkunnar sem var gift íslenskum manni, planti þeim öllum í sama litla einangraða þorpið, til að, mætti halda, tryggja sem minnsta blöndun og samgang við innfædda, sem mesta einangrun og ghettómyndun, með hættunni á andúð á innfæddum sem slíku fylgir, og getur brotist út í ofsatrú og öfgum? Að sjálfsögðu á að taka við flóttamönnum en haga þeim innflutningi SKYNSAMLEGA og ekki búa til aðstæður sem gera einangrun og einsleitni samfélaga þeirra nánast óumflýjanlega með að dreifa þeim ekki víðar og tryggja þeim ekki betra tengslanet sem myndi auðvelda samruna og heilbrigða og eðlilega menningarlega blöndun við þjóðina. Þar fyrir utan eiga að SJÁLFSÖGÐU aðstaðdendur ÍSLENDINGA, eins og móðir þessarar stúlku er lagalega séð, að ganga fyrir. Annað er óvirðing fyrir þjóðinni. Það ríki sem ekki virðir BÖRN þegna eigin þjóðar, það ríki er óverðugur fulltrúi þegna sinna og í raun sekt um landráð gagnvart eigin þegnum. Þessi móðir stúlkunnar er jafn mikill Íslendingur samkvæmt lögum og þú og ef þú villt að ríkið virði þín börn einhvers, þá skalltu ekki fara fram á minni gagnvart börnum hennar!

R (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband