Má kenna um tjáningarfrelsi í Evrópu?

Í fréttir íslenskra fjölmiðla af þessum hryllilega glæp ungs íslamista frá Tjéténíu sem Frakkland hafði tekið upp á sína arma vantar helstu atriðin! Sagnfræðikennarinn hafði ekki tekið það upp hjá sjálfum sér að ögra nemendum sínum með því að sýna þeim skopmynd af Múhameð! Hann var að kenna samkvæmt námsskrá fyrir 7. bekk (13 ára nemendur). Kennsluefnið var stjórnarskrá Frakklands og sérstaklega tjáningarfrelsið og af hverju það skipti máli! Umræðan fjallaði líka um það hvað gerist ef þetta frelsi rekst á við aðrar tegundir frelsis eins og trúfrelsið. Þessar vikurnar fara fram réttarhöld yfir fjórtán manns sem eru taldir hafa hjálpað Kouachi bræðrum eða vini þeirra Coulibaly í janúar 2015, þegar þeir myrtu næstum alla ritstjórn Charlie Hebdo og fjölda annarra, vegna þess að blaðið hafði birt skopmyndir Jylland-Posten af Spámanninum. Kennarinn var sem sagt einfaldlega að sinna sínu starfi og notaði vísun í mikilvægan atburð í nútímanum og sem mun verða fjallað um í öllum sögubókum. Eins og venjulega láta íslenskir fjölmiðlar sér nægja að krafsa í yfirborðið og hráþýða fréttaskeyti án nokkurs skilnings á því sem um ræðir. 

Það skiptir líka máli að í fyrra hótaði Ísis/Daesh því að fremja hryðjuverk gegn frönskum kennurum þar sem þeir væru allir í þjónustu hins "vantrúaða" franska lýðveldis. Í glanstímariti hryðjuverkasamtakanna á netinu var því lofað að franskir kennarar yrðu afhöfðaðir. Núna, þegar réttað er yfir stuðningsmönnum morðingja Charlie, bárust nýjar morðhótanir Isis og áskoranir til fylgismanna þess að láta nú til skarar skríða. 

 

Um er að ræða stríðsyfirlýsingu gegn því sem er kjarninn í franskri menningu og samfélagi: skóla lýðveldisins, þar sem nemendum er kennd gagnrýnin hugsun og grunngildi lýðveldisins: frelsi (tjáningarfrelsi í 7. bekk), jafnrétti (kennt í 8. bekk) og bræðralag (um lýðræðið er kennt í 9. bekk!).

Það er sorglegt að við skulum ekki eiga betri fjölmiðla.


mbl.is Ættingjar ódæðismannsins handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var reyndar rússi samkvæmt heimildum.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 17.10.2020 kl. 14:13

2 identicon

Sá á RNK að þessi rússi var reyndar með tjétsenskan bakgrunn,allavega múslimi. Tjáningafrelsi í sambandi við trúmál virðist ekki vera mikið meðal múslima.En hvað er til ráða?

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 17.10.2020 kl. 14:21

3 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Maðurinn hét Abdoulakah Anzorov og var fæddur í Moskvu en fjölskyldan var frá Téténíu. Téténía er að vísu sjálfstjórnarsvæði og telst víst vera sérstakt lýðveldi (en lítið fer þar fyrir lýðræði!) en er hluti Rússlands! Aðskilnaðarmenn háðu stríð til að slíta héraðið frá Rússlandi en Pútín barði þá tilraun niður eins og kunnugt er. 

Hvað er til ráða? Kannski meiri varúð við það hverjum lýðræðislönd hleypa inn til sín. Síðan þarf í landi eins og Frakklandi að standa fast á sínu og hika ekki við að refsa fyrir afbrot, stór og smá, sem og hatursáróður. Útlendingum sem gerast sekir um afbrot eða um undirróðursstarfsemi gegn stofnunum lýðveldisins og lýðræðislegum grunngildum verður að vísa úr landi. Það er þó mjög erfitt þar sem svo margir þeirra hafa hlotið franskt ríkisfang!

Sæmundur G. Halldórsson , 17.10.2020 kl. 17:14

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ætlar einhver íslenskur kennari að taka áhættuna á að gera hið sama sem Franski kennarinn gerði? 

Sigurður I B Guðmundsson, 18.10.2020 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband