Færsluflokkur: Bloggar

Skata er herramannsmatur: Alls staðar í Frakklandi og á Vestfjörðum (þ.e.a.s. í Evrópu !).

Það er gott að Íslendingar skuli vilja halda í gamlar hefðir og nota tækfærið til að hittast og vera glaðir. En borða menn skötu af því að þeim finnst hún góð? Ætli það sé ekki eimnitt frekar fastheldni í gamlar hefðir og löngun til að koma saman. Og svo nota einhverjir þetta til að bauna á Evrópusinna eða þá sem þekja nútímalegri matarsiði! Þvílík fásinna!

Það er stundum svo dapurlegt að sjá hvað sumir Íslendingar geta verið fáfróðir um Evrópu og menningu þeirra þjóða sem hana byggja. Að ekki sé nú talað um matarkúltur almennt.  Að minni hyggju er Frakkland ekki aðeins Evrópuland, heldur það land sem "fann upp" Evrópusambandið. Og þar borða menn skötu. Og þarna hafið þið það! Þið getið allt árið um kring gengið inn í hvað "bistro" sem er í París og pantað ykkur skötu! Þar nefnist hún "Raie au beurre blanc", þ.e. tindabykkja í bræddu smjöri. Borið fram með Muscadet de Sèvre et Maine (ef vel á að vera fylgir : "Sur lie").  Og þetta er herramannsmatur. Reyndar sjá Frakkar ekkert tilefni til að kæsa tindabykkjuna sem þeir reiða fram alla daga ársins í bræddu smjöru með viðbiti. Kannski eru einhverjar dýrafræðilegar ástæður fyrir því, það má Guð vita. En hún er herramannsmatur eins og hún er borin fram í Frakklandi í matsölunni á horninu. Þó að ég sé af Vestfirðingum kominn finnst mér hún óneitanlega betri á þann veg en kæst, stöppuð saman við kartöflur og hamsatólg og étin með rúgbrauði. En ég læt mig þó hafa það flest ár að eta vestfirska skötu: sem Evrópusinni!


mbl.is Ekki bara á Þorlák
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað greiða þeir aðgang að klúbbnum

Getur verið að Króötum finnist að það sé eftir einhverju að slægjast? Að þeir fái margfaldlega til baka það sem þeir fjárfesta í aðlögun að evrópskum nágrannalöndum? Í þessu tilviki er aðallega um nútímavæðingu að ræða. Land sem var hluti kommúnistaríkis og var eftir borgarastríð undir stjórn hrokafullra þjóðerinssinna þarf að sanna að það virði lýðræði, mannréttindi og réttarríkið. Og svo þurfa þeir að sjálfsögðu að samþykkja bananastaðla ESB! En tónninn í þessari frétt er dæmigerður fyrir andevrópskan áróður Moggans eftir ritstjóraskiptin.
mbl.is Hundrað milljarða kostnaður til að þóknast ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband