Færsluflokkur: Matur og drykkur
26.3.2013 | 12:33
Ætli þau hafi nammidaga í Mósambík?
Gæti hugsast að börn og unglingar í Mósambík séu ekki þambandi dísæta gordrykki og hámandi í sig sælgæti hvern dag ársins? Er hugsanlegt að það hafi meira um tannheilsu þeirra að segja en aðgengi að nútíma tannlæknaþjónustu?
Hvergi í Evrópu nema hér sé ég matvörubúðir taka allt að þriðjung af gólfplássi frá fyrir sykursæta gosdrykki og sælgæti en fela ávexti og grænmeti úti í horni. Þar er það gjarnan haft í pínulitlum og ræfilslegum pakkningum og mikið af því skemmt. Nú vil ég ekki alhæfa, en þetta er mjög algengt en sést hvergi úti í Evrópu, þaðan af síður myndi ég halda í Mósambík.
Hvergi nema hér ryðst fullorðið fólk að sjoppuafgreiðslu áður en kvikmyndasýningar hefjast og er svo að graðga í sig sælgæti á meðan myndin er sýnd. Hvergi nema hér er myndin svo slitin í sundur í miðju til að liðið geti keypt nýjar birgðir og haldið átinu áfram til loka myndarinnar.
Hvergi annars staðar veit ég um sérstaka "nammidaga" þar sem óhollustan er seld á hálfvirði og þar sem fullorðið fólk stendur í röðum til að fylla poka af sælgæti. En þetta er ekki nóg heldur er verið að opna sérstakar nammibúðir í miðbæ Reykjavíkur til að fólk fái satt nammifíkn sína.
Það er eitthvað mikið að í mataruppeldi Íslendinga. Það að tannlækningar fyrir börn séu ekki niðurgreiddar af ríkinu er svo aftur reginhneyksli. En viti borið fólk elur börn sín þannig upp að neysluvenjur þeirra stofni ekki tannheilsu og almennu heilsufari í stórhættu.
Tannheilsan er verri en í Mósambík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.5.2012 | 17:50
Skotinn fyrir poppkornsát.
Skaut bíógest vegna deilna um poppkorn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |