3.9.2011 | 15:57
Splæsum í landakort fyrir Moggann.
Á mbl.is skortir greinilega ekki aðeins orðabækur og leiðbeiningar um íslenskt mál, heldur einnig landabréfbækur og kort. En kannski eiga þeir landabréfabók- á ensku. Þannig erum við upplýst um að kosið verði í þýska fylkinu Mecklenburg-WESTERN POMERANIA! Svona kemur þetta frá Reuters og Moggamenn kokgleypa. Stundum er þó betra að tyggja fyrst, eins og Ömmi var að minna okkur á. Fylkið Mecklenburg-Westpommern er eitt 16 fylkja Þýskalands, gjarnan stytt í Mc Pomm (minnir á McDonalds og Pommes frites!). Kannski má reyna að íslenska þetta í Vestur Pommern. Það sem enskir kalla Bavaria og heimamenn Bayern köllum við Bæjaraland o.s.frv. Er þetta virkilega svona erfitt?
Merkel missir föður sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mecklenburg-Vorpommern heitir landið víst.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 17:47
Takk fyrir þetta Stefán. Þarna gekk ég sjálfur í gildru Moggamanna og vissi þó betur. Sum sé - hugsa fyrst, skrifa svo!
Sæmundur G. Halldórsson , 3.9.2011 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.