Guð gefi að Talibanar nái ekki aftur völdum.

Vonandi hafa menn tekið ljósmyndir og afsteypur af öllum mununum. Hafa allir gleymt því hvernig talíbanar umgengust fornminjar sem þeir töldu óguðlegar (þar eð þær voru eldri en íslam!)? Þeir sprengdu hinar heimsfrægu Búddastyttur í Banjam og "menningarmálaráðherra" þeirra mætti sjálfur með sleggju ! í þjóðminjasafn landsins og mölvaði mörgþúsund ára gamlar styttur og aðra ómetanlega gripi. Nú bendir allt til þess að þessir vitfirringar verði einir við stjórn eftir örfá ár. Þegar Danir skiluðu okkur miðaldahandritunum gerðu þeir það í trausti þess að við værum fær um að varðveita þau eins og best er á kosið og veita fræðimönnum aðgengi að þeim. Er sú varðveisla eins góð og hún getur orðið? Vonandi. Sama gildir um Kabúl. En mikið virðast menn vera bjartsýnir.
mbl.is Forngripirnir heim til Kabúl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Siddaharta var fæddur árið 562 "eftir" Krist. Hann er Buddha, eða hinn vakandi maður.

Hvernig getur styttan verið 4000 ára?

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.8.2012 kl. 13:29

2 identicon

Leiðrétti "fyrir" Krist. Sem sagt 2570 ára.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.8.2012 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband