Sannleikanum verður hver sárreiðastur.

Allir sem eitthvað hafa fylgst með málum Belgíu síðustu árin vita að kóngur hefur lög að mæla og það er síst ofsagt að hætta sé á uppgangi fasista í landinu. Í seinni heimsstyrjöld var flæmska fasistahreyfingin mjög sterk. Nasistum tókst að sannfæra marga Flama um að þeir væru einhvers konar eðalaríar. Þeim þótti skjallið gott og voru enda duglegir við að benda á óaríska samlanda sína, Gyðingana í Antwerpen t.d. Hegðun margra Flama gagnvart frönskumælandi samlöndum sínum síðustu áratugi líkist æ meir hreinum fasisma. Fólki er bannað að kaupa fasteignir í mörgum flæmskum sveitarfélögum nema að geta sannað að það hafi "djúpstæð tengsl" við bæinn; les að það sé flæmskumælandi Flamar. (Ath. flæmska er í raun sama mál og hollenska, að framburði og einstaka orðum undanteknum). Kosningaplaköt á frönsku eru rifin niður í bæjum þar sem 95% íbúa eru frönskumælandi, en sem liggja á landi sem skilgreint er sem flæmskt, (oftast úthverfi Brussel). Í þessum bæjum verða borgarfulltrúar að tala flæmsku á fundum, þó móðurmál þeirra allra sé franska, og bæjarstarfsmönnum er bannað að svara á öðru máli en flæmsku ef einhverju erindi er beint til þeirra (neyðarhringingu t.d.). Öll vegaskilti, borgarnöfn o.s.frv. eru eingöngu á flæmsku, jafnvel þar sem þetta getur valdið ruglingi og erfiðleikum, (vallónska borgin Mons heitir t.d. Bergen á flæmsku og í Flandern vísa vegvísar eingöngu til Bergen en ekki til Mons). Þetta ófremdarástand hefur fengið að viðgangast allt of lengi og það er furðulegt hve litla athygli það vekur utan Belgíu (og Frakklands). Grundvallar borgararéttindi helmings belgísku þjóðarinnar eru fótum troðin af öfgaöflum í því landi þar sem Evrópusambandið (sem stefnir þó að friðsamlegri samvinnu þjóðanna) hefur sínar helstu stofnanir.
mbl.is Varaði við uppgangi fasisma í kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband