28.12.2012 | 11:14
Er þetta lýðræðisást Hjörleifs?
Í stjórnarsáttmála Samfylkingar og Vinstri Grænna er tekið fram að kjósendur muni samþykkja eða hafna aðaldarsamningi Íslands við Evrópusambandið þegar hann liggur fyrir. Fyrir síðustu kosningar höfðu bæði Borgarahreyfing og Framsóknarflokkur aðildarumsókn á stefnuskrá; í Sjálfstæðisflokki voru margir í forystu flokksins mjög jákvæðir fyrir umsókn. Það er því alrangt að umsóknin sé eitthvert einkamál Samfylkingar. Afstaða flokkanna sem lentu í stjórnarandstöðu eftir kosningar sýna hins vegar sorglega tilhneygingu til tækifærismennsku í íslenskri pólitík. Hvað er svo lýðræðislegra en að leggja niðurstöðu samninga í dóm kjósenda (sem nóta bene var ekki gert þegar landið gekk í NATO, Sameinuðu þjóðirnar, Norðurlandaráð, OECD, EFTA, EES o.s.frv.). "En til þess mun ekki koma". Hinn DDR (Austur Þýskaland) menntaði Hjörleifur vill taka kosningaréttinn af íslenskum kjósendum í þessu máli. Í kommúnismanum átti upplýst sella að leiða óupplýstan lýðinn til hinnar leiftrandi kommúnísku framtíðar. Merkilegt að Hjörleifur og Ragnar Arnalds skuli nú vera samstarfsmenn Björns Bjarnasonar og Styrmis Gunnarssonar! Hvernig ætli þeirra lýðræðishugmyndir séu?
Utanríkisráðherra í hlutverki loddara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.