4.10.2013 | 01:55
Hverjir liggja í hermannagrafreitunum?
Með allri virðingu fyrir kanadískum konum og sér í lagi fyrir Margaret Atwood má kannski benda á þá staðreynd að árið 1913 er ekki saklaust. Samkvæmt greininni var þetta ár texta þjóðsöngs Kanada breytt þannig að sérstaklega var vísað til föðurlandsástar sona landsins. Getur verið að það sé hrein tilviljun að þetta gerist rétt áður en fyrri heimsstyrjöldin braust út? Ég hef séð kanadískar hermannagrafir á ýmsum stöðum í Normandie. Þar má lesa nöfn hermanna af ýmsum uppruna (m.a. íslenskum) og trúarbrögðum, en eitt eiga þau öll sameiginlegt: allt voru þetta synir Kanada en ekki dætur. Að því er ég best veit hefur aldrei gilt herskylda fyrir konur í því ágæta landi. Kannski fannst mönnum liggja meira á að æsa upp ættjarðarást í þeim sem til stóð að láta deyja fyrir föðurlandið.
Vilja kynlausan þjóðsöng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.