Skræfur, kisulórur eða píkur?

 

Erlendar fréttir í íslenskum fjölmiðlum eru eins og allir vita lítið annað en hráþýðingar úr ensku á fréttaskeytum frá Reuters eða AP. Því miður koma ekki margir snjallir þýðendur að þessu starfi, þó ekki megi alhæfa. Hérna hefur sá sem snaraði skeytinu greinilega ekki náð brandaranum. Sergej Lavrov (Sergej auðvitað, ekki Sergey, við erum ekki enskumælandi)talar ensku eins og innfæddur. Hann lætur ekkert óviljandi út úr sér og enn síður eitthvað óviðurkvæmilegt. Hann er hér að nota orðaleik. Pussy (ft. pussies) þýðir í fyrsta lagi "kisa". Af því er t.d. dregið hugtakið "pussy-footing" sem þýðir "að fara eins og köttur í kringum heitan graut", þ.e. að haga sér eins og skræfa, að hika. Og svo er slangurmerkingin: píka. Þessa tvíræðni kalla Ameríkanar "double entendre" á einhverri undarlegri frönsku. Þess vegna gat fréttaritarinn snjalli Christiane Annanpour leyft sér að hlæja hjartanlega þótt hún sé kona. Sergej Lavrov sagði eftirfarandi á ensku: “There are so many pussies around the presidential campaign on both sides that I prefer not to comment,”.


mbl.is „Það eru svo margar píkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Að skilja tvíræðni (fjölræðni í þessu tilviki) er ekki allra.

Ragnhildur Kolka, 13.10.2016 kl. 18:10

2 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

 Tvíræðni og margræðni er sérstaklega hættuleg á samfélagsmiðlum. Í umgangni manna á milli má greina á málrómi og látbragði hvort talað er í alvöru eða gríní. Írónía og sarkasmi (háð og kaldhæðni) misskilst oftar en ekki á samfélagsmiðlunum. Þess vegna bæta enskumælandi oftast orðinu "not" aftan við írónískar athugasemdir, rétt eins og við setjum spurningarmerki aftan við sprurnarsetningar!

Sæmundur G. Halldórsson , 13.10.2016 kl. 18:41

3 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

 Tvíræðni og margræðni er sérstaklega hættuleg á samfélagsmiðlum. Í umgengni manna á milli má greina á málrómi og látbragði hvort talað er í alvöru eða gríní. Írónía og sarkasmi (háð og kaldhæðni) misskilst oftar en ekki á samfélagsmiðlunum. Þess vegna bæta enskumælandi oftast orðinu "not" aftan við írónískar athugasemdir, rétt eins og við setjum spurningarmerki aftan við spurnarsetningar!

Sæmundur G. Halldórsson , 13.10.2016 kl. 18:43

4 identicon

Í raun var þetta frábært hjá Sergej, og sýnir hvað maðurinn er skarpur á allan hátt.

Málið er, að hann hefur 100% rétt fyrir sér.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 13.10.2016 kl. 19:42

5 identicon

Ragnhildur, allir sem skilja einhverja ensku, skilja þessa tvíræðni, enda er hún notuð án afláts alls staðar þar sem enska er töluð og skrifuð. Í raun er "pussy" þríræðni, því að pussy þýðir 1. píka, 2. kisa og 3. væskill.

En það er framför að í dag, rátt fyrir að Íslendingar eru einar mestu teprur í heimi, geta íslenzkir fréttamenn skrifað orðið píka. Það var óhugsandi fyrir 20 árum. Bandarískir fréttamiðlar gátu það það einungis í gamla daga í krafti umræddrar tvíræðni. Orðið cunt er líka tvírætt, en stundum notað í niðrandi tilgangi og er ekki mjög velséð hjá ritstjórum í USA eða UK. 

Pétur D. (IP-tala skráð) 14.10.2016 kl. 02:16

6 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Pétur: Í allri vinsemd: "Þrátt fyrir að Íslendingar SÉU einar mestu teprur í heimi...". Þessu er ég innilega sammála. Á hverju sumri kem ég að heitum laugum á hálendinu. Þýskir túristar rífa sig alsælir úr hverri spjör og steypa sér síðan í laugina. Íslendingar nopra uppi á bakka og reyna að skýla sig á bak við handklæði áður en þeir fara ofan í klæddir sundklæðum en hálffrosnir. Tepruskapur og skilningsleysi á tvíræðni er tvennt sem pirrar mig í fari margra landa okkar!

Sæmundur G. Halldórsson , 14.10.2016 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband