12.3.2017 | 15:47
En hvað með fordóma íslamista gagnvart okkur?
Varðandi þessa grein þarf að athuga að íslenskir fjölmiðlamenn leita yfirleitt eingöngu til heimilda á ensku. Ameríkanar og Englendingar hafa aldrei haft nokkurn skilning á frönsku samfélagsmódeli sem leggur höfuðáherslu á trúarlegt hlutleysi ríkisins (la laïcité). Franskir lýðveldissinnar (þ.e. þeir sem leggja áherslu á það sem á vannst í byltingunni) vilja jafnan rétt fyrir alla "borgara lýðveldisins" (les Citoyens de la République). Þess vegna þarf að koma í veg fyrir að "undirhópar" (communautés) sem byggja á uppruna geri sig breiða á kostnað hins lýðræðislega nútímasamfélags. "Le communautarisme" er þess vegna höfuðóvinur lýðræðisafla. Bandaríkin (sem sértrúarhópar stofnuðu) og konungsríki eins og Bretland og Belgía fylgja þveröfugri hugmyndafræði. Fréttamenn frá þessum löndum rangtúlka þess vegna kerfisbundið alla viðleitni Frakka til að draga úr kúgun og mismunun hjá sér (með búrkubanni t.d.).
Nú er farið að bera á þessum viðhorfum innan Frakklands líka. Þar kemur þrennt til: menningaráhrif frá enskumælandi löndum (aðallega Ameríku), áhrif íslamistahreyfinga (múslimar í landinu eru 5-8 milljónir og últra-vinstrið sem finnst allt ómögulegt sem ríkjandi stjórnvöld gera á hverjum tíma og sem geta eingöngu séð múslima sem fórnarlömb.
Í þessu ritgerðarsafni sem hér er til umræðu er talað um frelsi til að bera búrku eða mínípils! Í úthverfum franskra stórborga (og vafalaust er ástandið svipað t.d. í Belgíu og Bretlandi) eru allir íbúar undir ströngu félagslegu eftirliti. Eftirlitsstofnunin er samansett af ímömum (oft salafistum í leynilegum kjallaraholum), dópsölum og unglingsstrákagengjum. Hugmyndafræði íslamista síast niður til strákanna í einhverju perverteruðu formi. Þeir síðastnefndu stjórna með harðri hendi klæðaburði systra sinna og allra stúlkna í hverfinu (jafnvel kvenna sem ekki eru múslimar!). Þær ganga þá um í híjab eða í ólögulegum jogginggöllum sem fela kvenleg form. Ef ekki eru þær úthrópaðar sem hórur.
Ég veit um unglingsstúlkur úr þessum hverfum sem ganga í ljótum göllum í hverfinu. Um helgar taka þær RER lestina inn í París, skipta um föt á leiðinni og koma þangað sem stórglæsilegar Parísardömur! Þetta er frelsi sem þarf að berjast fyrir.
Ekki aðeins imamar, feður og eiginmenn neyða ákveðnum klæðnaði upp á múslimskar konur. Bræður líka, jafnvel yngri bræður. Ég las í frönsku blaði frásögn kennslukonu í úthverfi Parísar. Móðir nemanda kom til hennar, ekkja frá Marokkó. Hún þrælaði 15 tíma á dag sem skúringakona. Núna vildi 12 ára (!) sonur hennar neyða hana til að ganga með slæðu og hijab! Í staðinn fyrir að löðrunga strákhvolpinn leitaði hún ráðvillt til annars "átoritets" en sonar síns!
Það sem stendur upp úr eftir þennan lestur er að þessir höfundar eru alls ekki að berjast fyrir því að öðlast fullan þátt í nútímasamfélagi sem borgarar með jöfn réttindi. Þær eru að krefjast sérréttinda eða -reglna sem byggjast á trúarkreddum og í mörgum tilvikum á afturhaldssömum hefðum ættbálkasamfélaga! Að kalla þessa aktívista framfarasinna eða baráttukonur fyrir aukin réttindi er öfugmæli. Það sem hér stendur um fimm ára stjórn sósíalista (sem hafi verið versti tími fyrir múslimakonur) er út í hött. Á þessum tíma hafa múslimskir öfgamenn myrt mörghundruð manns í Frakklandi í nafni Spámannsins, gargandi Allahu Akhbar! Þó hafa múslimar orðið fyrir litlum sem engum óþægindum af hendi stjórnvalda, a.m.k. lítið meira en aðrir borgarar landsins. Hérna er Morgunblaðið að breiða út ómengaðan Salafistaáróður án þess að blaðamaður sýni nokkurn skilning á efninu eða taki krítíska afstöðu. Lélegt!
Slæðunni svipt af fordómum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Sæll Sæmundur - sem og aðrir gestir, þínir !
Þrátt fyrir: margvíslegan hugmyndafræðilegan ágreining okkar, hér: á árum áður, hlýt ég að taka undir vel skrifaða hugvekju þína, hér að ofan.
Ætli ein megin ástæðna - lokunar síðu minnar hér á Mbl. vefnum hafi ekki verið full hreinskilin afstaða mín m.a., til Mið- Austurlanda málanna, sem og ýmissa annarra, ekki síður ?
Haltu þínu striki ótrauður Sæmundur: ekki veitir af andstöðunni við sívaxandi ágengni plágunnar frá Mekku, síðuhafi góður.
Með beztu kveðjum - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.3.2017 kl. 21:35
Takk fyrir vinsamlega kveðju Óskar Helgi. Það er þó ekki ofmælt að okkur greini á um mikilvæga hluti. Margir vilja afgreiða alla gagnrýni á öfgaíslam (=íslamisma) sem árás á múslima. Það kemur til að mynda fram í greininni sem talar um "fóbíu gegn íslam". Fóbía þýðir sjúklegur ótti við eitthvað. Hvernig er hægt að kalla ótta fólks við fólskuleg hryðjuverk sem hver sem er getur orðið fyrir hvar og hvenær sem er sjúklegan? Með þessum hugtakaruglingi er vísvitandi verið að þagga niður í allri gagnrýni á hugmyndafræði. Pólitískt íslam er hugmyndafræði sem verður að mega gagnrýna.
Með skrifum mínum um þessi málefni er ég að koma því samfélagi sem við á Vesturlöndum höfum komið upp til varnar. Efnahagsleg velferð okkar byggist ekki hvað síst á frelsi einstaklinganna. Arfleið Upplýsingarinnar og lýðræðisbyltinga liðinna alda er of verðmæt til að glutra henni niður af misskilinni góðvild við fólk úr öðrum menningarheimum. En rasismi og útlendingaandúð af öllu tagi er mér gjörsamlega framandi. Það gildir að sjálfsögðu fyrir flóttafólk og hælisleitendur eins og aðra.
Sæmundur G. Halldórsson , 13.3.2017 kl. 00:47
Sæll á ný - Sæmundur !
Þakka þér fyrir: sömuleiðis.
Jú - satt segir þú, arfleifð Upplýsingarinnar má alls ekki glatazt, en mér er engin launung á, að ég vil hefja harðlínustefnu gegn Múhameðskum, líkt og Ungverjar, Slóvakar o.fl. eru að gera gangskör að, enda, ........... þeir, sem Austurríkismenn og Pólverjar minnugir umsáturs Tyrkja um Vínarborg í September 1683, m.a.
Fyrir mér: eru Múhameðskir ámóta yfirgangslýður / sem og Nazistar síðustu aldar, enda gekk ekki hnífurinn á milli Hitler´s og Araba, á sínum tíma.
Hins vegar - finnst mér Hindúar og Bhúddatrúarmenn t.d. vera velkomnir hingað til Vesturlanda, enda ekki Heimsyfirráð á þeirra dagskrá, Sæmundur.
Ekki síðri kveðjur: þeim fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.3.2017 kl. 01:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.