Við eigum að styðja innflytjendur sem vilja aðlagast og setja hinum mörk!

Ástæða þessa er einföld og frekar sorgleg. Tyrkir búsettir í Evrópulöndum komu sem gestaverkamenn (Gastarbeiter)úr fátækustu og vanþróuðstu héruðum Tyrklands. Í einmitt þeim héruðum var stuðningur mestur við einræðistilburði Erdogans. Upplýst fólk býr í stórborgunum og við vestur- og suðurströndina. Þar kaus fólk gegn frumvarpinu. Sorglegt er að innflytjendur til Vestur-Evrópu hafi ekkert lært af opnum, lýðræðislegum þjóðfélögum sem tóku á móti þeim. Þeir höfðu ekki þann menningarlega bakgrunn sem þurfti. Menntafólk aðlagast alls staðar að nýjum aðstæðum. Ólæsir þorpsbúar sitja fastir í fornum hefðum og verða afturhaldssamari í útlegðinni en ef þeir hefðu verið áfram heima! Tyrkneskar verkamannafjölskyldur í Þýskalandi góna á tyrkneskt gervihnattasjónvarp og hlýða blint því sem predikað er í moskunum (sem tyrkneska ríkisstjórnin stjórnar). Aðlögun að evrópsku samfélagi er lítil sem engin.

Þeir úr þessum hópi sem brjótast til mennta og gerast gagnrýnir á feðraveldi þorpsbúanna og afturhald íslams mega búast við grófum persónuárásum frá sínu gamla samfélagi en líka frá evrópskum vinstrisinnum og fjölmenningarsinnum sem rugla allri gagnrýni á íslam saman við rasisma. Það allra sorglegasta er einmitt þetta: Að Evrópubúar sem segjast berjast fyrir framförum, friðsamlegri sambúð við fólk alls staðar að auk kvenréttinda og annarra mannréttinda skuli sjaldnast sýna samstöðu með þeim sem mest þyrftu á því að halda: Þeim ungu konum og mönnum sem vilja einfaldlega njóta þess frelsis sem vestrænt lýðræði býður og eru að brjótast undan blýþungu fargi hefðanna. Þau eiga jafnvel á hættu að vera myrt af eigin fjölskyldu til að bjarga einhverju sem í fornaldarmenningu er kallað fjölskylduheiður! En ímömum og öfgapredikurum er hampað í fjölmiðlum Evrópu, ekki þeim sem vilja einfaldlega aðlagast og þyrfti að styðja.

Það væri rökrétt að þeir brottfluttu Tyrkir, sem njóta allra kosta lýðræðis og réttarríkis í Evrópu, en kusu einræði yfir landsmenn sína í Tyrklandi, pakki nú saman föggur sínar og flytji heim í kalífatið. En ég er smeykur um að efnahagsleg velsæld haldi í þetta fólk, sem hefur ekkert skilið, þrátt fyrir áratugadvöl í lýðræðisríkjum.


mbl.is Meirihluti Tyrkja í Evrópu sagði já
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband