Eigið þið ekki rifna íslenska fána eða bandaríska? Hve djúpt getur Mogginn sokkið?

Hvers konar fréttamennska er það að geta ekki skrifað fimm línur um Evrópu án þess að drita yfir samstarf Evrópulanda með háðsglósum eða hatursfullum myndbirtingum eins og hérna?

Morgunblaðið hefði getað orðið virðingarvert stórblað. Einu sinni var þar að finna metnaðarfulla menningarumfjöllun. Lesbókin var eitt mikilvægasta menningartímarit landsins. Síðan tóku við menn sem fannst mikilvægara að gefa út sérblöð um sjávarútveg, bílasölur og fasteignir. Síðustu árin hefur Mogginn ekki verið annað en aumkunarverður áróðurssnepill. Honum hrakar frekar en hitt. Í Danmörku eru til virðingarverð stórblöð sem styðja íhaldsmenn: Jyllandsposten og Berlingske. Í Þýskalandi Frankfurter Allgemeine Zeitung og Die Welt. Í Noregi: Aftenposten. Í Svíþjóð: Svenska Dagbladet og Göteborgs-Posten. Á Íslandi: Ekkert.

Fjölmiðill sem vill láta taka sig alvarlega hefur eina grjótharða reglu: Á milli frétta og skoðanagreina skal vera járnþil! Morgunblaðinu er gjörsamlega ókunnugt um þessa reglu. Allar "fréttir" og framsetning þeirra í orðum og myndbirtingum eru litaðar af pólitískri afstöðu ritstjórnar. Þannig dæmir þessi fjölmiðill sig úr leik.

 


mbl.is ESB ekki á dagskrá næstu árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það vantar alla rannsóknablaðamennsku á landinu.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.4.2017 kl. 21:23

2 identicon

Myndin af trosnuðum fána ESB er mjög passlegt, þar eð þetta ógæfusamband er að hruni komið. Sama verður ekki sagt um Bandaríkin eða Ísland.

Pétur D. (IP-tala skráð) 19.4.2017 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband