22.9.2017 | 07:13
Múhammeð vinsælasta drengjanafn Bretlands samkvæmt Independent
Sá eða sú sem snaraði frétt The Independent (og lét sem betur fer hlekkinn fylgja með)er því miður ekki alveg nógu fær í ensku. Ef farið er í upprunalega frétt kemur í ljós að The Independent er einfaldlega að segja að arabíska nafnið Múhameð sé vinsælasta drengjanafn í Bretlandi! Þ.e. ef öll ritform nafnsins eru talin sem eitt. Það er mjög eðlilegt að telja Mohammad, Mohammed, Muhammed, Muhammad o.s.frv. vera sama nafnið, enda eru þau öll borin eins fram! Þeir sem til þekkja vita að sérhljóðar eru ekki skrifaðir í arabísku og þannig verða hinir ýmsu rithættir til, þegar umrita á arabísk orð eða nöfn á öðrum tungumálum.
Þetta eru ekki ný tíðindi. Síðustu ár hefur komið í ljós að langvinsælasta nafn sem nýfæddum sveinbörnum er gefið í evrópskum stórborgum allt frá Osló til Rotterdam er einmitt Múhammeð í hinum ýmsu myndum. Af þessu má síðan draga vissar ályktanir um nýja íbúasamsetningu í álfunni og kannski líka um aðlögunarvilja hinna nýju Evrópubúa.
Muhammad vinsælla en William | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Múhammeð er ekki vinsælasta drengjanafn Bretlands samkvæmt Independent. Enskan eða landafræðin virðist eitthvað vefjast fyrir þér. En England og Wales eru hluti af Bretlandi en eru ekki Bretland.
3.908 börn fengu nafnið af 696.271 börnum fæddum 2016. Það er nálægt því að vera 1 barn af hverjum 180. En athyglisverðast er þó að um 64.000 ný nöfn voru skráð. Vinsæl nöfn í þeim hópi koma mörg úr bíómyndum og sjónvarpsþáttum.
Espolin (IP-tala skráð) 22.9.2017 kl. 09:14
Við erum að tala um hlutfallslegar vinsældir. Varðandi enskuna, þá ert þú nú varla kennari í því máli. England og Wales nægir mér, Skotland og Norður-Írland hafa þá eigin tölfræði.
Um tvö prósent sveinbarna í þessum ríkjum fengu nafnið Múhammeð í einhverju formi. Samtals 7084 sem gerir það langvinsælasta nafnið á listanum.
Eitthvað virðast þessar staðreyndir ekki henta herra Espolin (eða er það frú Espolin?).
Svo virðist sem múslimskar fjölskyldur skíri alltaf fyrsta sveinbarn sem þeim fæðist Múhammeð eða a.m.k. einn dreng í barnahóp.
"Arabic moniker is by far the most popular if different spellings are accounted for" þýðir: Arabískt nafn langvinsælast ef tekið er tillit til mismunandi ritháttar.
Muhammad has replaced William in the top ten most popular boys' names in England and Wales.
Þetta þýðir að nafnið er komið yfir prinsanafnið William á lista tíu vinsælustu drengjanafna.
The name has risen 35 places in the past decade, and now sits in eighth spot, with 3,908 boys born last year being given it.
Nafnið hefur farið upp um 35 sæti á síðasta áratug og er nú í áttunda sæti. 3,908 drengir fengu þetta nafn við fæðingu.
Í áttunda sæti! Hér erum við aðeins að tala um ritháttinn Muhammad. Hvar finnur þú þetta 1 barn af 180? Æ, já þú talar um öll börn, stúlkurnar líka.
But if different spellings of the moniker are accounted for – including Mohammed and Mohammad – the Arabic name is by far the most popular boys' name overall.
En ef tekið er tillit til mismunandi ritháttar nafnsins, þ.m.t. Mohammed og Mohammad, er arabíska nafnið langvinsælasta drengjanafnið heilt yfir.
Mohammed og Muhammed eru samtals 7084 samkvæmt þessum tölum.
Muhammed er komið yfir William á lista 10 vinsælustu nafna. Ef allar útgáfur nafnsins eru taldar sem ein er Muhammed langvinsælasta nafnið.
Hlutfallslegt.
3,908 Muhammad
2,228 Mohammed
948 Mohammad
= 7,087 Muhammad eða afbrigði þess.
Þetta eru 1,98 % allra drengjanafna á þessum lista frá Englandi og Wales.
Sæmundur G. Halldórsson , 22.9.2017 kl. 10:54
Af hverju er sagt vinsælast. Það á að segja algengast.
Og ástæðan er einfaldlega sú, að múslímar eiga fleiri börn en aðrir íbúar landsins. Þetta er svona í allri Vestur Evrópu.
valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 22.9.2017 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.