28.9.2017 | 13:54
Blaðabörn: Evrópuráðið er ekki ESB-stofnun!
Þó að menn hafi þúsund sinnum leiðrétt endalausar rangfærslur í íslenskum fjölmiðlum halda ómenntaðir krakkar sem eru látnir snara fréttaskeytum áfram að endurtaka sömu villurnar, frétt eftir frétt, ár eftir ár. Ísland er stofnaðili að Evrópuráðinu í Strasborg. Á ensku: Council of Europe. Sú stofnun kemur ESB ekkert við! Æðsta stofnun Evrópusambandsins heitir á íslensku Leiðtogaráðið eða Leiðtogaráð Evrópusambandsins. Þar koma saman æðstu þjóðhöfðingjar ESB-ríkja. Því miður var þeirri stofnun valið nafn á frönsku og ensku sem líkist um of nafni eldri stofnunarinnar, þ.e. The European Council.
Trúlega er það grunnskilyrði fyrir ráðningu sem blaðamaður á Morgunblaðinu að hafa ekki grænan grun um uppbyggingu evrópskra stofnana. En ekki eykur þetta traust á gæði íslenskrar fréttamennsku!
ESB miðli málum í Katalóníudeilunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er vissulega mikilvægt að staðreyndir frétta séu réttar, að réttar stofnanir séu tilgreindar. Þarna ber ritstjórn nokkra ábyrgði líka.
Hitt fannst mér fyndnara, við lestur fréttarinnar, en það var ákall borgarstjórans til ESB um að það beitti sér fyrir lýðræðislegum gildum!
Sjálfur Skrattinn mun fyrr biðja til guð, en ESB hugi að lýðræðinu!
Gunnar Heiðarsson, 28.9.2017 kl. 14:47
Sjálfsagt má eitt og annað betur fara í Evrópusambandinu. En þetta tal um lýðræðishalla er mjög orðum aukið. Í fyrsta lagi er engu ríki hleypt þangað inn nema að geti sannað að í því ríki lýðræði, mannréttindi séu virt og að landið sé réttarríki. Þetta gilti um fyrrverandi fasistaríki, stofnríkin Þýskaland og Ítalíu auðvitað og síðar um nýju ríkin: Grikkland, Spán og Portúgal. Seinna um fyrrverandi kommúnistaríki. Æðstu tofnanir ESB eru fjórar: Þingið, Leiðtogaráðið (eða Ráðherraráðið), Framkvæmdastjórnin og síðan dómstóllinn. Til þingsins er kosið beinni kosningu á fimm ára fresti. Allir sem sitja í Ráðherraráðinu eru kosnir, hver í sínu landi! Í framkvæmdastjórn sitja síðan embættismenn sem kjörnir þjóðarleiðtogar hafa valið og sem í tilfelli framkvæmdastjóra þurfa staðfestingu kjörinna Evrópuþingmanna!
Hvar er lýðræðishallinn í þessu? ESB er t.d. mun lýðræðislegra en Bretland með ókjörinn þjóðhöfðingja og með ókjörna Lávarðadeild!
Sæmundur G. Halldórsson , 28.9.2017 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.