10.1.2018 | 16:41
Akureyri vill líka vera mem!
Það var augljóst að Leikfélag Akureyrar gat ekki staðið stóru leikhúsunum fyrir sunnan og Listaháskólanum að baki. Þau eru búin að losa sig við helstu karlleikara af yngri kynslóðinni og skólinn við kennara. Allt vegna ásakana án kæru. Menn eru smánaðir, reknir og bannfærðir án þess að þeir virðist fá andmælarétt eða að óvilhallur aðili (dómstóll t. d.) skeri úr um málin.
Ég legg til að næsta jólaleikrit Borgarleikhússins verði Nornirnar í Salem eftir Arthur Miller! Þjóðleikhúsið og L. A. geta valið á milli t.d. The Killing of a Mocking Bird, einhvers af ótal verkum um McCarthy tímann eða Jagten. Best væri að hafa konur í öllum hlutverkum. Það verður trúlega sjálfgert ef svo fer sem horfir!
PS: Eins mikilvægt og það er að konur geti verið öruggar á sínum vinnustað um að vera ekki undir óeðlilegum þrýstingi eða að verða fyrir áreiti sem þær geta illa varist, þá hljóta að vera til betri leiðir til að bregðast við svona málum!
Uppsögnin tengd #metoo-byltingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.