26.3.2018 | 14:23
Blaðabörn! Evrópuráðið er ekki ESB-stofnun! Endurtekið efni.
Það er með ólíkindum að íslenskir blaðamenn virðast gersamlega ófærir um að gera greinarmun á æðstu stofnunum Evrópusambandsins og óskyldri stofnun, Evrópuráðinu. Ísland er stofnaðili Evrópuráðsins í Strasborg (e. Council of Europe). Sú stofnun kemur ESB ekkert við. Æðstu stofnanir ESB eru síðan Leiðtogaráðið (e. European Council), þar sem þjóðhöfðingjar aðildarríkjanna koma saman tvisvar á ári eða þar um bil, þess á milli fer Ráðherraráðið (Council of Ministers) með aðkallandi störf.
Leiðtogaráðið og ráðherraráðið eru fulltrúar aðildarríkjanna og fara með hið eiginlega vald. Hinar tvær aðalstofnanirnar eru Framkvæmdastjórin og Þingið sem eru alríkisstofnanir (e. federal).
Donald Tusk er forseti Leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Hann er ekki á launaskrá Evrópuráðsins, enda kemur hann hvergi að starfi þess apparats.
Tyrkir stefna enn á aðild að ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:29 | Facebook
Athugasemdir
Já, frekar lélegt að flaska á þessu. En það býður auðvitað hættunni heim að nefna stofnun European Council, þegar fyrir er til Council of Europe.
Alexander (IP-tala skráð) 26.3.2018 kl. 22:21
Vissulega eru þetta óheppilegar nafngiftir. Ekki bætti úr skák að þing EBE og seinna ESB koma áratugum saman í þinghúsi Evrópuráðsins í Strasborg einu sinni í mánuði! Þeir hafa nú fengið sitt eigið húsnæði til viðbótar við þinghúsið í Brussel. En fólk sem skrifar fréttir í helstu fjölmiðla landsins á einfaldlega að hafa svona grundvallaratriði á hreinu. Jafnvel þó að Morgunblaðið hati Evrópusambandið!
Sæmundur G. Halldórsson , 26.3.2018 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.