Eigið þið ekki rifna íslenska fána eða bandaríska? Hve djúpt getur Mogginn sokkið?

Hvers konar fréttamennska er það að geta ekki skrifað fimm línur um Evrópu án þess að drita yfir samstarf Evrópulanda með háðsglósum eða hatursfullum myndbirtingum eins og hérna?

Morgunblaðið hefði getað orðið virðingarvert stórblað. Einu sinni var þar að finna metnaðarfulla menningarumfjöllun. Lesbókin var eitt mikilvægasta menningartímarit landsins. Síðan tóku við menn sem fannst mikilvægara að gefa út sérblöð um sjávarútveg, bílasölur og fasteignir. Síðustu árin hefur Mogginn ekki verið annað en aumkunarverður áróðurssnepill. Honum hrakar frekar en hitt. Í Danmörku eru til virðingarverð stórblöð sem styðja íhaldsmenn: Jyllandsposten og Berlingske. Í Þýskalandi Frankfurter Allgemeine Zeitung og Die Welt. Í Noregi: Aftenposten. Í Svíþjóð: Svenska Dagbladet og Göteborgs-Posten. Á Íslandi: Ekkert.

Fjölmiðill sem vill láta taka sig alvarlega hefur eina grjótharða reglu: Á milli frétta og skoðanagreina skal vera járnþil! Morgunblaðinu er gjörsamlega ókunnugt um þessa reglu. Allar "fréttir" og framsetning þeirra í orðum og myndbirtingum eru litaðar af pólitískri afstöðu ritstjórnar. Þannig dæmir þessi fjölmiðill sig úr leik.

 


mbl.is ESB ekki á dagskrá næstu árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við eigum að styðja innflytjendur sem vilja aðlagast og setja hinum mörk!

Ástæða þessa er einföld og frekar sorgleg. Tyrkir búsettir í Evrópulöndum komu sem gestaverkamenn (Gastarbeiter)úr fátækustu og vanþróuðstu héruðum Tyrklands. Í einmitt þeim héruðum var stuðningur mestur við einræðistilburði Erdogans. Upplýst fólk býr í stórborgunum og við vestur- og suðurströndina. Þar kaus fólk gegn frumvarpinu. Sorglegt er að innflytjendur til Vestur-Evrópu hafi ekkert lært af opnum, lýðræðislegum þjóðfélögum sem tóku á móti þeim. Þeir höfðu ekki þann menningarlega bakgrunn sem þurfti. Menntafólk aðlagast alls staðar að nýjum aðstæðum. Ólæsir þorpsbúar sitja fastir í fornum hefðum og verða afturhaldssamari í útlegðinni en ef þeir hefðu verið áfram heima! Tyrkneskar verkamannafjölskyldur í Þýskalandi góna á tyrkneskt gervihnattasjónvarp og hlýða blint því sem predikað er í moskunum (sem tyrkneska ríkisstjórnin stjórnar). Aðlögun að evrópsku samfélagi er lítil sem engin.

Þeir úr þessum hópi sem brjótast til mennta og gerast gagnrýnir á feðraveldi þorpsbúanna og afturhald íslams mega búast við grófum persónuárásum frá sínu gamla samfélagi en líka frá evrópskum vinstrisinnum og fjölmenningarsinnum sem rugla allri gagnrýni á íslam saman við rasisma. Það allra sorglegasta er einmitt þetta: Að Evrópubúar sem segjast berjast fyrir framförum, friðsamlegri sambúð við fólk alls staðar að auk kvenréttinda og annarra mannréttinda skuli sjaldnast sýna samstöðu með þeim sem mest þyrftu á því að halda: Þeim ungu konum og mönnum sem vilja einfaldlega njóta þess frelsis sem vestrænt lýðræði býður og eru að brjótast undan blýþungu fargi hefðanna. Þau eiga jafnvel á hættu að vera myrt af eigin fjölskyldu til að bjarga einhverju sem í fornaldarmenningu er kallað fjölskylduheiður! En ímömum og öfgapredikurum er hampað í fjölmiðlum Evrópu, ekki þeim sem vilja einfaldlega aðlagast og þyrfti að styðja.

Það væri rökrétt að þeir brottfluttu Tyrkir, sem njóta allra kosta lýðræðis og réttarríkis í Evrópu, en kusu einræði yfir landsmenn sína í Tyrklandi, pakki nú saman föggur sínar og flytji heim í kalífatið. En ég er smeykur um að efnahagsleg velsæld haldi í þetta fólk, sem hefur ekkert skilið, þrátt fyrir áratugadvöl í lýðræðisríkjum.


mbl.is Meirihluti Tyrkja í Evrópu sagði já
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband