Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Má kenna um tjáningarfrelsi í Evrópu?

Í fréttir íslenskra fjölmiðla af þessum hryllilega glæp ungs íslamista frá Tjéténíu sem Frakkland hafði tekið upp á sína arma vantar helstu atriðin! Sagnfræðikennarinn hafði ekki tekið það upp hjá sjálfum sér að ögra nemendum sínum með því að sýna þeim skopmynd af Múhameð! Hann var að kenna samkvæmt námsskrá fyrir 7. bekk (13 ára nemendur). Kennsluefnið var stjórnarskrá Frakklands og sérstaklega tjáningarfrelsið og af hverju það skipti máli! Umræðan fjallaði líka um það hvað gerist ef þetta frelsi rekst á við aðrar tegundir frelsis eins og trúfrelsið. Þessar vikurnar fara fram réttarhöld yfir fjórtán manns sem eru taldir hafa hjálpað Kouachi bræðrum eða vini þeirra Coulibaly í janúar 2015, þegar þeir myrtu næstum alla ritstjórn Charlie Hebdo og fjölda annarra, vegna þess að blaðið hafði birt skopmyndir Jylland-Posten af Spámanninum. Kennarinn var sem sagt einfaldlega að sinna sínu starfi og notaði vísun í mikilvægan atburð í nútímanum og sem mun verða fjallað um í öllum sögubókum. Eins og venjulega láta íslenskir fjölmiðlar sér nægja að krafsa í yfirborðið og hráþýða fréttaskeyti án nokkurs skilnings á því sem um ræðir. 

Það skiptir líka máli að í fyrra hótaði Ísis/Daesh því að fremja hryðjuverk gegn frönskum kennurum þar sem þeir væru allir í þjónustu hins "vantrúaða" franska lýðveldis. Í glanstímariti hryðjuverkasamtakanna á netinu var því lofað að franskir kennarar yrðu afhöfðaðir. Núna, þegar réttað er yfir stuðningsmönnum morðingja Charlie, bárust nýjar morðhótanir Isis og áskoranir til fylgismanna þess að láta nú til skarar skríða. 

 

Um er að ræða stríðsyfirlýsingu gegn því sem er kjarninn í franskri menningu og samfélagi: skóla lýðveldisins, þar sem nemendum er kennd gagnrýnin hugsun og grunngildi lýðveldisins: frelsi (tjáningarfrelsi í 7. bekk), jafnrétti (kennt í 8. bekk) og bræðralag (um lýðræðið er kennt í 9. bekk!).

Það er sorglegt að við skulum ekki eiga betri fjölmiðla.


mbl.is Ættingjar ódæðismannsins handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband