Skræfur, kisulórur eða píkur?

 

Erlendar fréttir í íslenskum fjölmiðlum eru eins og allir vita lítið annað en hráþýðingar úr ensku á fréttaskeytum frá Reuters eða AP. Því miður koma ekki margir snjallir þýðendur að þessu starfi, þó ekki megi alhæfa. Hérna hefur sá sem snaraði skeytinu greinilega ekki náð brandaranum. Sergej Lavrov (Sergej auðvitað, ekki Sergey, við erum ekki enskumælandi)talar ensku eins og innfæddur. Hann lætur ekkert óviljandi út úr sér og enn síður eitthvað óviðurkvæmilegt. Hann er hér að nota orðaleik. Pussy (ft. pussies) þýðir í fyrsta lagi "kisa". Af því er t.d. dregið hugtakið "pussy-footing" sem þýðir "að fara eins og köttur í kringum heitan graut", þ.e. að haga sér eins og skræfa, að hika. Og svo er slangurmerkingin: píka. Þessa tvíræðni kalla Ameríkanar "double entendre" á einhverri undarlegri frönsku. Þess vegna gat fréttaritarinn snjalli Christiane Annanpour leyft sér að hlæja hjartanlega þótt hún sé kona. Sergej Lavrov sagði eftirfarandi á ensku: “There are so many pussies around the presidential campaign on both sides that I prefer not to comment,”.


mbl.is „Það eru svo margar píkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband