Færsluflokkur: Lífstíll
22.2.2013 | 15:47
Er hún ekki svínið?
Manneskjan þykist í heila sjö mánuði vera ástkona manns sem hefur misst starf, konu, heiður og mannorð (þó að enginn dómur hafi fallið). Þetta gerir hún til þess að nýta sér reynsluna til að svína "ástmann" sinn út sér til hagsbóta. Strauss-Kahn er þrátt fyrir allt sterkefnaður, svo "rithöfundurinn" hefur væntanlega notið þægilegs lífsstíls meðan á svikunum stóð. Þegar hún hefur safnað nægilegu efni gefur hún sorpritið út og heimspressan gleypir við: hann er svín! Þvílík hræsni.
Ástkona lýsir Strauss-Kahn sem hálfsvíni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.6.2012 | 16:59
Eru sumarstarfsmenn mbl. ekki læsir?
Í fréttinni kemur skýrt fram að 57% þýskra kvenna kjósi heldur sjónvarp en kynlíf. Kannski skiljanlegt þegar maður veit að þær hafa úr hundruðum rása að velja í sjónvarpi, en kannski bara einum leiðindagaur fyrir "hitt". Sjálfsagt fá mbl. menn fleiri "hitt" út á kynlífið en sjónvarp. Nema þeir séu virkilega svona tregir.
Völdu sjónvarp fram yfir kynlíf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)