7.5.2012 | 21:40
HJÁLP! ESB vill kynna sig á Akureyri!
"Hvað skyldu "JÁ" sinnar segja ef "NEI" sinnar væru að opna stofur hér og þar til að kynna fólki efni og innihalds ESB samningsins..???": þetta er ein af furðulegum athugasemdum í tengslum við opnun upplýsingastofu um Evrópumál á Akureyri. Samningur liggur ekki fyrir. Hins vegar er alla daga rekinn hræðsluáróður gegn ESB og þeim þjóðum sem þar starfa saman í Mogga, Útvarpi Sögu og Bændablaðinu. Moggalygin kostuð af LÍÚ-mafíunni en Bændablaðinu stýrt af landbúnaðarmafíu fyrir fé skattgreiðenda. Hvað ætli nei-sinnar segðu ef til stæði að læða landinu inn í þetta samband án upplýsinga eða umræðu? En þegar reynt er að koma staðreyndum til skila er gargað: landráð, þjóðníðingar, heimsendir! Og koma Evrópumál ekki öðrum við en Reykvíkingum?
Evrópusambandið hefur fullan rétt til að kynna sjálft sig og eigin starfsemi, alveg burtséð frá því hvort Ísland verður nokkurn tíma aðili að því. ESB er til og hefur verið í 60 ár. Miðað við íslenska umræðuhefð er sífellt ólíklegra að takist að koma að skynsemdarorði. Kannski ætti enginn sem er vel við Evrópu að óska álfunni svo ills að fá hina sjálfumglöðu og vanþroskuðu eyjarskeggja innanborðs!
Samy, 7.5.2012 kl. 21:18
Athugasemdir
ÁTTU ERFITT.=Vanþroskuðu eyjarskeggja.? Þú átt erfitt.
Númi (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.