Setjum lögbann á Bændablaðið og áróðurspésa LÍÚ!

Íslendingar sóttu um aðild að ESB, ekki öfugt. Í Brussel gera menn því ráð fyrir því að hérlendir hafi einhvern áhuga á að kynna sér aðild að klúbbnum. Aftur og aftur kemur í ljós hörmuleg fáfræði um það hvað ESB stendur fyrir og hvernig aðildarríki þess starfa saman að sínum málum. Aðildarsamningur Íslands liggur ekki fyrir og því er ekki hægt að kynna hann. Ríkisstjórnin getur ekki sagt hvað Íslendingum standi til boða fyrr en hann liggur fyrir, auk þess að vera klofin í málinu. Í raun er enginn að upplýsa fólk um það hvað ESB er.

Hins vegar er alla daga rekinn hræðsluáróður gegn ESB og þeim þjóðum sem þar starfa saman í Mogga, Útvarpi Sögu og Bændablaðinu. Moggalygin kostuð af LÍÚ-mafíunni en Bændablaðinu stýrt af landbúnaðarmafíu fyrir fé skattgreiðenda. Hvað ætli nei-sinnar segðu ef til stæði að læða landinu inn í þetta samband án upplýsinga eða umræðu? En þegar reynt er að koma staðreyndum til skila er gargað: landráð, þjóðníðingar, heimsendir! Og koma Evrópumál ekki öðrum við en Reykvíkingum? Trúlega er mesta þekking á Evrópusamstarfi sem þó er fyrir hendi saman komin á suð-vestur horninu. En ESB-aðild kemur öllum Íslendingum við hvar sem þeir búa á landinu. Þeir munu allir taka lokaákvörðun. Fiskvinnslukona á Raufarhöfn hefur jafnmikið atkvæðavægi og dósent við HÍ.

Evrópusambandið hefur fullan rétt til að kynna sjálft sig og eigin starfsemi, alveg burtséð frá því hvort Ísland verður nokkurn tíma aðili að því. ESB er til og hefur verið í 60 ár. Miðað við íslenska umræðuhefð er þó því miður sífellt ólíklegra að takist að koma að skynsemdarorði. Ef setja á lögbann á áróður setjum þá lögbann á misnotkun skattfjár í áróðursskyni í Bændablaðinu og setjum Moggann á hausinn eins og hann er réttilega. Í hann er eins og við vitum dælt áróðursfé frá LÍÚ. Þann áróður kostar almenningur fyrst kvótagreifum var gefinn fiskurinn í sjónum. Hvenær ætlar einhver að tala fyrir almannahagsmunir, fyrir neytendur í landinu og segja sérhagsmunaseggjunum að róa sig?


mbl.is Erlend stjórnvöld kosti ekki áróður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband