Valdarán, ekki bylting.

Eskil óttaðist að hægriöfgamenn í her og lögreglu væru að fremja valdarán (statskupp) gegn stjórn Verkamannaflokksins og ungliðahreyfingu sama flokks. Þjóðin, fólkið gerir byltingar. Þær koma neðanfrá. Valdarán framkvæma hægrimenn til að ræna völdum frá þjóðinni. Frá því þessir skelfilegu glæpir voru framdir í Noregi hafa AMX og Mogginn á furðulegan hátt reynt að snúa hlutunum á hvolf með því að halda fram firrum eins og þeirri að nasismi sé vinstristefna! Það sem gerðist var að ungur maður, uppfullur af hatursáróðri hægri manna framdi fasískt hryðuverk gegn norsku þjóðinni. Það sem Eskil vísar til er að Breivik var í fölskum lögreglubúningi og hann hafði sagt að tveir aðrir lögreglumenn væru á leiðinni. Hann treysti því engum. Þar fyrir utan er hann í erfiðri stöðu sem stjórnandi fyrir að hafa flúið í byrjun árásarinnar með ferjunni, eina bátnum við eyjuna. Aðeins 10 voru um borð en ferjan hafði pláss fyrir 50. 


mbl.is Hélt að bylting væri hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf að fara að rannsaka ykkur vinstrimenn. Flest það sem maður les frá ykkur er eins og trúarofstæki!

Hörður Ingvarsson (IP-tala skráð) 5.8.2011 kl. 00:14

2 identicon

Nasismi var vinstri-öfgastefna (á þýsku: Nationalsozialismus), ein af mörgum vinstriöfgastefnum. Hvaða vinstriöfgastefnu aðhyllist þú? Það væri líka fróðlegt að heyra hvernig þú gerðist vinstrimaður.

Brynjar (IP-tala skráð) 5.8.2011 kl. 09:04

3 identicon

Í flestum ríkjum þar sem stjórnvöld sitja eftir valdarán eru vinstristjórnir

Skjöldur (IP-tala skráð) 5.8.2011 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband