27.12.2012 | 21:30
Sannleikanum verður hver sárreiðastur.
![]() |
Varaði við uppgangi fasisma í kreppunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2012 | 06:28
Hertakið okkur!
![]() |
Hermenn verja sendiráð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2012 | 16:14
Við segjum Búrgúndahérað, ekki Burgundy.
Í fréttamiðli sem nú hefur tekið upp þann sið að afskræma erlend staðarnöfn sem notuð hafa verið áratugum saman í íslensku (Chile og Bangladesh t.d.) er varla til of mikils mælst að haldið sé í aldagamlar íslenskar orðmyndir. Við höfum alltaf skrifað og talað um vínræktarhéraðið Búrgund eða Búrgundahérað. Að Englendingar kalli héraðið Burgundy kemur okkur ekkert við. Það væri þá nær að nota franska nafnið Bourgogne sem kemur reyndar fyrir í fréttinni, þó að fréttaskrifari haldi greinilega í fávisku sinni að það nafn sé hluti af nafni stúlkunnar!
Varðandi innihaldið sýnist mér þó að vinningshafi síðasta árs frá franska landsvæðinu Tahiti sé ágætlega sólbrún og skil því ekki hvað verið er að kvarta þó stúlka af evrópskum uppruna vinni í ár. Hvað yrði sagt ef hún hefði líkst íslenskri ljósku?
![]() |
Segja fegurðardrottninguna hvíta sem mjöll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
9.11.2012 | 17:23
Og hvernig er franska Obama?
Dæmigert að það virðist þykja sjálfsagt að allir jarðarbúar kunni fullkomna ensku, en enskumælandi gera sjálfir ekkert til að læra önnur mál. Kallast þetta ekki að kasta steinum úr glerhúsi (eða hvernig orðaði Vigdís Hauksdóttir þetta aftur?).
5.8.2012 | 16:18
Guð gefi að Talibanar nái ekki aftur völdum.
![]() |
Forngripirnir heim til Kabúl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.6.2012 | 16:59
Eru sumarstarfsmenn mbl. ekki læsir?
![]() |
Völdu sjónvarp fram yfir kynlíf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.5.2012 | 17:50
Skotinn fyrir poppkornsát.
![]() |
Skaut bíógest vegna deilna um poppkorn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.5.2012 | 21:13
"Evrusvæðið er mikilvægasta markaðssvæði okkar".
Vinstri- og hægri vaktir ýmiss konar halda því að mönnum að Evrópa skipti engu máli, þar sé allt á hausnum o.s.fr. Við eigum því að versla við Ameríku, Kína, Brasilíu og guð má vita hvað. En:
Sumir virðast endilega vilja gleyma því að Kaninn yfirgaf okkur ein og varnarlaus hér á skerinu árið 2006 og DO, Björn Bjarna og Styrmir stóðu grátklökkir eftir. Mestalla 20. öld höfðum við sérkjör við Engilsaxa, sérstaklega BNA vegna hernaðarlegs mikilvægis í heimsstyrjöldunum og síðan í Kalda stríðinu. Amerískir markaðir voru galopnir fyrir íslensk fyrirtæki, auk þess sem Íslendingar fengu alls konar sposlur sem öðrum stóðu ekki til boða. Flestir diplómatar virðast hafa litið á eyjarskeggja sem dekurbörn, en þeir borguðu samt þar sem þeir töldu að svo mikið væri í húfi fyrir BNA sjálf. Bandaríkjamenn hafa enga ástæðu til að veita okkur einhver sérkjör núna (sumir eru að vona að Norðurhjaramál geri okkur aftur spennandi, en það gæti orðið langt í það). Auðvitað er frábært ef mönnum tekst að halda stöðu sinni í N.-Ameríku. En hvað varð um íslensku sjávarútvegsfyrirtækin þar? (Coldwater o.s.frv.).
En burtséð frá því þurfa menn að sinna þeim mörkuðum sem þeir þekkja, sem þeir hafa einhverja menningarlega innsýn í, þar sem er hefð fyrir að menn vilja versla við okkur og sem ekki eru of langt í burtu. Menn geta þannig sinnt sínum erindum í Evrópu á einum degi og verið komnir heim um kvöld! Ekkert af þessu gildir um Brasilíu, Kína eða Indland, eins spennandi og þau þó eru.
Að síðustu: Danir hafa að vísu sína dönsku krónu, en hún er rígbundin við evruna (1.3% vikmörk!), eins og hún var áður bundin við þýska markið í áratugi. Hagfræðingur frá London School of Economics sem oft hefur komið hingað orðaði þetta ágætlega:" Evran er gjaldmiðill Dana, en þeir kjósa að kalla hana danska krónu!"
![]() |
Kröftugri útflutningur en spáð var |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2012 | 21:40
HJÁLP! ESB vill kynna sig á Akureyri!
"Hvað skyldu "JÁ" sinnar segja ef "NEI" sinnar væru að opna stofur hér og þar til að kynna fólki efni og innihalds ESB samningsins..???": þetta er ein af furðulegum athugasemdum í tengslum við opnun upplýsingastofu um Evrópumál á Akureyri. Samningur liggur ekki fyrir. Hins vegar er alla daga rekinn hræðsluáróður gegn ESB og þeim þjóðum sem þar starfa saman í Mogga, Útvarpi Sögu og Bændablaðinu. Moggalygin kostuð af LÍÚ-mafíunni en Bændablaðinu stýrt af landbúnaðarmafíu fyrir fé skattgreiðenda. Hvað ætli nei-sinnar segðu ef til stæði að læða landinu inn í þetta samband án upplýsinga eða umræðu? En þegar reynt er að koma staðreyndum til skila er gargað: landráð, þjóðníðingar, heimsendir! Og koma Evrópumál ekki öðrum við en Reykvíkingum?
Evrópusambandið hefur fullan rétt til að kynna sjálft sig og eigin starfsemi, alveg burtséð frá því hvort Ísland verður nokkurn tíma aðili að því. ESB er til og hefur verið í 60 ár. Miðað við íslenska umræðuhefð er sífellt ólíklegra að takist að koma að skynsemdarorði. Kannski ætti enginn sem er vel við Evrópu að óska álfunni svo ills að fá hina sjálfumglöðu og vanþroskuðu eyjarskeggja innanborðs!
Samy, 7.5.2012 kl. 21:18
7.5.2012 | 00:11
Var Þorláksbúðarhörmungin ekki nægileg?
![]() |
Bygging miðaldakirkju í farvegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)