4.7.2013 | 12:07
Sömu menn og eru á móti ESB vegna "hreinleika" dýrastofna!
Í andstöðunni við fulla aðild Íslands að Evrópusambandinu hafa talsmenn bænda haft hátt um að vernda þyrfti íslensku húsdýrastofnana sem væru svo hreinir og í hættu ef "óhreint" kjöt eða "óhreinir" dýrastofnar yrðu fluttir inn. Þetta er sambærilegt við hreintungustefnuna heittelskuðu sem felst í því að sótthreinsa málið og koma í veg fyrir öll óþrif af skítugum erlendum orðum.
Það kemur því úr hörðustu átt þegar þessir sömu bændur ætla að blanda skítugum útlendum erfðavísum saman við hina tandurhreinu íslensku eða jafnvel koma upp "hreinræktuðum" útlendum nautgripakynjum. Sjálfur er ég sá fyrsti til að hvetja til þess að við verjum íslensku húsdýrakynin og fagna því t.d. mjög að það skyldi takast að bjarga íslenska hundinum á elleftu stundu. En þessi framganga bænda sýnir hreinræktaða hræsni.
Hérna hafa verjendur sérhagsmuna hamast og óskapast til að hafa gríðarlegar kjarabætur af almenningi sem fælust í ESB-aðild. Allt til að verja ofurtolla, niðurgreiðslur og innflutningsbönn. Þeir dirfast svo að kalla þá sem hafa hag alls almennings í huga og mæla með aðild Íslands verstu nöfnum. Vafalaust kunna þessir menn ekki að skammast sín en við hin ættum að taka okkur saman og hía á þá!
![]() |
Flutt verði inn erfðaefni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.6.2013 | 02:58
Þjóðverja vísað frá Þýskalandi???
![]() |
Vísuðu múslímaklerki úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.4.2013 | 01:41
Who done it?
Murder most mysterious.
Nú er fyrst ástæða til að fara í Agöthu Christie-leik! Engin klassísk morðgáta getur hafist nema líkið liggi fyrir í upphafi. Ekki er verra ef þau eru tvö.
![]() |
Hætta við morðleik vegna dauðsfalla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2013 | 12:33
Ætli þau hafi nammidaga í Mósambík?
Gæti hugsast að börn og unglingar í Mósambík séu ekki þambandi dísæta gordrykki og hámandi í sig sælgæti hvern dag ársins? Er hugsanlegt að það hafi meira um tannheilsu þeirra að segja en aðgengi að nútíma tannlæknaþjónustu?
Hvergi í Evrópu nema hér sé ég matvörubúðir taka allt að þriðjung af gólfplássi frá fyrir sykursæta gosdrykki og sælgæti en fela ávexti og grænmeti úti í horni. Þar er það gjarnan haft í pínulitlum og ræfilslegum pakkningum og mikið af því skemmt. Nú vil ég ekki alhæfa, en þetta er mjög algengt en sést hvergi úti í Evrópu, þaðan af síður myndi ég halda í Mósambík.
Hvergi nema hér ryðst fullorðið fólk að sjoppuafgreiðslu áður en kvikmyndasýningar hefjast og er svo að graðga í sig sælgæti á meðan myndin er sýnd. Hvergi nema hér er myndin svo slitin í sundur í miðju til að liðið geti keypt nýjar birgðir og haldið átinu áfram til loka myndarinnar.
Hvergi annars staðar veit ég um sérstaka "nammidaga" þar sem óhollustan er seld á hálfvirði og þar sem fullorðið fólk stendur í röðum til að fylla poka af sælgæti. En þetta er ekki nóg heldur er verið að opna sérstakar nammibúðir í miðbæ Reykjavíkur til að fólk fái satt nammifíkn sína.
Það er eitthvað mikið að í mataruppeldi Íslendinga. Það að tannlækningar fyrir börn séu ekki niðurgreiddar af ríkinu er svo aftur reginhneyksli. En viti borið fólk elur börn sín þannig upp að neysluvenjur þeirra stofni ekki tannheilsu og almennu heilsufari í stórhættu.
![]() |
Tannheilsan er verri en í Mósambík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2013 | 19:21
Fáránleg fyrirsögn Mogga.
"Þau vísindalegu rök sem voru til staðar fyrir banni við blóðgjöf samkynhneigðra eru börn síns tíma og eiga ekki lengur við, enda hefur tíðni HIV-smita meðal samkynhneigðra snarlækkað, auk þess sem allt blóð er skannað fyrir HIV-smitum, lifrarbólgu og fleiru.
Úr þessu gerir Mogginn: "Segja vísindaleg rök ekki eiga lengur við". Ég hélt að nú kæmi yfirlýsing frá Vatíkaninu um Sköpunarkenningu Darwins eða um smokkanotkun t.d.
En nei, það eru ungir íslenskir jafnaðarmenn. Málið er bara að þeir segja eitthvað allt annað en það sem Mogginn vill láta okkur lesa. Sum sé að það sem var talið öruggast samkvæmt vísindalegri þekkingu á sínum tíma eigi ekki lengur við. Vísindi og fræði eru í sífelldri endurskoðun. En það er ekki von að menn skilji slíkt á Mogga, þar sem stóri sannleikur stendur fastur í eitt skipti fyrir öll. Eins og þegar Dabbi lýsti því yfir að "aðild Íslands að Evrópusambandinu er ekki á dagskrá", þegar ekki var um annað talað. Flokksmenn hlýddu þá og hlýða enn. Foringinn hefur talað.
![]() |
Segja vísindaleg rök ekki eiga lengur við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2013 | 15:47
Er hún ekki svínið?
![]() |
Ástkona lýsir Strauss-Kahn sem hálfsvíni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.2.2013 | 22:29
Setjum lögbann á Bændablaðið og áróðurspésa LÍÚ!
Íslendingar sóttu um aðild að ESB, ekki öfugt. Í Brussel gera menn því ráð fyrir því að hérlendir hafi einhvern áhuga á að kynna sér aðild að klúbbnum. Aftur og aftur kemur í ljós hörmuleg fáfræði um það hvað ESB stendur fyrir og hvernig aðildarríki þess starfa saman að sínum málum. Aðildarsamningur Íslands liggur ekki fyrir og því er ekki hægt að kynna hann. Ríkisstjórnin getur ekki sagt hvað Íslendingum standi til boða fyrr en hann liggur fyrir, auk þess að vera klofin í málinu. Í raun er enginn að upplýsa fólk um það hvað ESB er.
Hins vegar er alla daga rekinn hræðsluáróður gegn ESB og þeim þjóðum sem þar starfa saman í Mogga, Útvarpi Sögu og Bændablaðinu. Moggalygin kostuð af LÍÚ-mafíunni en Bændablaðinu stýrt af landbúnaðarmafíu fyrir fé skattgreiðenda. Hvað ætli nei-sinnar segðu ef til stæði að læða landinu inn í þetta samband án upplýsinga eða umræðu? En þegar reynt er að koma staðreyndum til skila er gargað: landráð, þjóðníðingar, heimsendir! Og koma Evrópumál ekki öðrum við en Reykvíkingum? Trúlega er mesta þekking á Evrópusamstarfi sem þó er fyrir hendi saman komin á suð-vestur horninu. En ESB-aðild kemur öllum Íslendingum við hvar sem þeir búa á landinu. Þeir munu allir taka lokaákvörðun. Fiskvinnslukona á Raufarhöfn hefur jafnmikið atkvæðavægi og dósent við HÍ.
Evrópusambandið hefur fullan rétt til að kynna sjálft sig og eigin starfsemi, alveg burtséð frá því hvort Ísland verður nokkurn tíma aðili að því. ESB er til og hefur verið í 60 ár. Miðað við íslenska umræðuhefð er þó því miður sífellt ólíklegra að takist að koma að skynsemdarorði. Ef setja á lögbann á áróður setjum þá lögbann á misnotkun skattfjár í áróðursskyni í Bændablaðinu og setjum Moggann á hausinn eins og hann er réttilega. Í hann er eins og við vitum dælt áróðursfé frá LÍÚ. Þann áróður kostar almenningur fyrst kvótagreifum var gefinn fiskurinn í sjónum. Hvenær ætlar einhver að tala fyrir almannahagsmunir, fyrir neytendur í landinu og segja sérhagsmunaseggjunum að róa sig?
![]() |
Erlend stjórnvöld kosti ekki áróður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2013 | 22:56
Hvaða lýðræðishalli?
Tómas Ingi heldur að ekki hafi verið gengið úr skugga um hvort Íslendingar vildu ganga í ESB þegar aðildarumsókn var lögð fram. Hver skoðanakönnunin eftir aðra hafði verið gerð sem sýndi áhuga meirihlutans á aðild. Valdastéttin (Sjallar og Framsókn) vildi ekkert af því vita og gaf fólki ALDREI tækifæri til að segja hug sinn í þessu efni. En 2008 breyttist þetta. Bjarni Ben. og Illugi Gunnarsson vildu evru og leggja inn aðildarumsókn. Halldór Ásgrímsson og Jón Sigurðsson í Framsókn höfðu lengi verið sama sinnis. Í VG voru og eru mjög margir fylgjandi aðild. Nýju framboðin vildu ganga í ESB. Í landsfundarsamþykktum flokkanna stóð í flestum tilvikum að sækja ætti um. Í kosningum 2009 fengu flokkar meirihluta sem vildu leggja inn umsókn. Vilji almennings á þessum tíma var að ganga til samninga við ESB. Meirihluti Alþingis samþykkti umsókn. Hvað er ólýðræðislegt við þetta?
Samstarfsflokkur Samfylkingar VG var og er klofinn í málinu. Í stjórnarsáttmála var gerð málamiðlun, eins og allar samsteypustjórnir þurfa að gera, þar sem samþykkt er að leggja inn umsókn og semja um aðild EN AÐ LÁTA KJÓSENDUR TAKA ÁKVÖRÐUN UM INNGÖNGU EÐA EKKI ÞEGAR SAMNINGUR LIGGUR FYRIR. Þetta hafa allar aðrar þjóðir sem gengið hafa í ESB (eða samið og hafnað síðan samningi eins og Noregur og að vissu leyti líka Sviss) gert svona. Lítur Tómas Ingi svo á að öll Evrópulönd séu fasísk?
Maður veit svo ekki hvort maður á að hlæja eða gráta þegar Sjálfstæðismenn af öllum mönnum þykjast vera boðberar beins lýðræðis. Þeir sem einmitt hafa þjösnað í gegn Nato aðild og herstöðvarsamningi án þjóðaratkvæðis og stuðningsyfirlýsingu við innrás BNA í Írak án þess einu sinni að þingið væri spurt álits! Ár eftir ár sýndu allar skoðanakannanir að meirihluti Íslendinga var jákvæður gagnvart ESB aðild og seinna einnig gagnvart upptöku evru. En Davíð Oddsson endurtók bara eins og rispuð plata að aðild væri ekki á dagskrá. Þá stóð aldrei til að spyrja einn eða neinn. Alþingi samþykkti þessa umsókn og því fylgdi að af henni verður ekki nema þjóðin samþykki hana í þjóðaratkvæði. Þetta er raunverulegt lýðræði, ekki þjösnagangur Sjálfstæðisflokksins. Sama hvað nei-liðar garga.
Vettvangur lýðræðisins í Evrópu er þjóðþing, samfélag og fjölmiðlar aðildaríkjanna fyrst og fremst. Engu landi er hleypt inn í ESB nema að geta sannað að það virði grundvallarreglur lýðræðis og réttarríkis. Evrópuþingið er kjörið beinni kosningu og fær sífellt meiri völd. Engin alþjóðastofnun er nálægt því eins lýðræðisleg og ESB.
Ef aðildarríki fellir einhverja tillögu í þjóðaratkvæðagreiðslu (Danmörk eða Írland t.d.) er komið til móts við það land með einhverju móti. Danir felldu Maastricht-sáttmálann 1992 og í Edinborg ´93 (á næsta toppfundi) fengu þeir fjórar undantekningar (frá evrunni, dómsmálum, utanríkismálum o.fl.) sem gilda enn. Síðan var kosið aftur í DK og nýr samningur gekk í gildi með varanlegum undantekningum fyrir Danmörku. Sama hefur verið á Írlandi. Ef kosið er aftur er verið að kjósa um breyttan texta (þeir fengu tryggingu fyrir áframhaldandi hlutleysi Írlands og að þeir þyrftu ekki að leyfa fóstureyðingar o.fl.). Menn gaspra út í loftið um lýðræðishalla ESB án þess að nokkur reyni að sýna fram á dæmi þess. Evrópuþingið er kosið beinni kosningu og ræður núna miklu eða mestu í flestum málaflokkum. Endanleg ákvörðun er ekki tekin fyrr en Ráðherraráðið (með fagráðherrum hvers ríkis) eða Leiðtogaráðið (þar sitja þjóðhöfðingja aðildarríkja) hefur samþykkt málið. Allir sem þar sitja eru þjóðkjörnir. Í framkvæmdastjórninni sem leggur fram tillögur að lögum sitja embættismenn, teknókratar. Þeir eru skipaðir en ekki kosnir, en þeir verða að mæta fyrir Evrópuþingið sem getur hafnað þeim. Það hefur gerst nokkrum sinnum og öll framkvæmdastjórnin hefur þurft að víkja vegna vantrausts í þinginu. Svo það sem margir halda fram um lýðræðishalla í Sambandinu er beinlínis rangt. Hvaða embættismenn á Íslandi eru kosnir eða þurfa að standa kjósendum reikningsskil (aðrir en forsetinn) ?
![]() |
Lýðræðishalli ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2013 | 02:12
Og þó fyrr hefði verið!
![]() |
Forsetinn vill fyrstur út í geim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2012 | 11:14
Er þetta lýðræðisást Hjörleifs?
![]() |
Utanríkisráðherra í hlutverki loddara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)