Fiskiþorp og okurbúla

Jóhannes hefur greinilega ekki lesið greinina sem fjallað er um. Ég hef sjaldan séð meiri lofgjörð um Reykjavík að vetrarlagi. Það er þeim mun eftirtektarverðara að fólk skuli vera svona jákvætt þegar maður sér hvernig það upplifir viðurstyggilegt okrið sem hér viðgengst á öllum hlutum. Verð- og skattlagning, sérstaklega á áfengi af öllu tagi, er svo gjörsamlega út úr kú að það nálgast að vera mannréttindabrot. Í greininni kemur fram að stjórnvöld bindi vonir við að efnahagurinn lagist vegna aukins túrisma. En um leið skattleggja þessir aulabárðar drykkjarföng svo mjög að flest fólk sem hingað kemur frá siðmenntuðum löndum pantar sér kranavatn með mat á gourmet-veitingastöðum. Nokkuð sem það myndi annars aldrei láta sér til hugar koma. Ég þekki þetta af áralangri reynslu sem leiðsögumaður. Ég hef svo sem enga von um að þetta breytist næstu hundrað árin eða svo; Framsóknarmenn í öllum flokkum munu standa í vegi fyrir öllum breytingum í nútímaátt.
mbl.is Reykjavík eins og fiskiþorp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Vín hver hefur efni á því.

Ég keypti kjötbita um daginn ættaðan að norðan. Þegar ég opnaði plastið lak mikill vökvi úr svo ég viktaði gripin. það vantaði 15% upp á. Síðan sauð ég bitan og þá rírnaði hann um 9% til viðbótar.

Í raun stal h... kjötfyrirtækið 24% af laununum mínum og úr munni barnanna minna. Nú er ég að leita að kjöti sem ekki hefur í sláturhús og kjötiðnaðarfyrirtæki komið.

Já og þessir sem auglýsa sig besta í kjöti. Ég keypti hakk og var ekki með neinn annan mat heima. Þegar ég tek plastið af til að setja það á pönnuna, þá stígur upp þessi megna súra likt.   Þá höfðu H..... beininn blandað saman gömlu súru kjöti og nýju hakki. Ég hafði ekkert nema hrísgjón í graut handa okkur.

Þegar ég fór og ræddi við þá sá ég á andlitum þeirra að ég var ekki að segja þeim eitthvað sem þeir ekki vissu fyrr. Inn í þá búð á ég ekki aftur leið .

Það er verra að kaupa í matin hér á Íslandi en á markaði í Maraco eða Tailandi.

Ég við fá þátt í sjónvarpið (neitenda þátt) þar sem þessir þjófar eru teknir í gegn.

Matthildur Jóhannsdóttir, 27.12.2010 kl. 04:19

2 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Argggg ég er pissssst...

Matthildur Jóhannsdóttir, 27.12.2010 kl. 04:20

3 Smámynd: Óskar Ingi Gíslason

Við hverju er að búast þegar kommunistar stjórna hér með sýnar neyslustýringar???

Óskar Ingi Gíslason, 27.12.2010 kl. 06:40

4 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Þeir sem trúa því að það skipti máli hvort "kommunistar" eða einhverjir aðrir stjórni hérna eru meira en lítið undanlegir, þetta er allt sama pakkið.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 27.12.2010 kl. 07:35

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þið eruð greinilega búin að gleyma að það varð mjög alvarlegt efnahagshrun hér á landi fyrir skemmstu.

Jóhannes Ragnarsson, 27.12.2010 kl. 08:24

6 identicon

Mestöll álagningin og svo útblöndunin á sér stað eftir að varan fer frá framleiðandanum. Það er nefnilega engin leið að drýgja hakk í lifandi grip :D

Ergó: ef taka á í hornin á okraranum, þá þarf ekki að fara út fyrir borgarmörkin.

Og ef þú vilt fá alvöru kjöt og á besta verði, þá skaltu skreppa austur í sveitir. Ég skal glaður verða að liði. Mæli með Sláturhúsinu á Hellu, SS og sveitamarkaðinum á Hvolsvelli.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 11:48

7 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Kæri Jón þakka þér fyrir að vilja liðsinna mér. Já ég ætla að kaupa beint frá bónda. Það er eina leiðinn. Ég ætla að athuga sveitamarkaðinn. 

Annars keypti ég eitt sinn Beikon frá SS og var eitthvað að flíta mér, svo ég smelti því á hálfvolga pönnu. Nema Það sauð á pönnunni. Það náði ekki að steikjast vegna of lágs hita og of miklu vatni í því.  Beikonið hjá teingdarmömmu í Danaveldi (heimaslátrað á bænum) rírnar ekki svona. 

Annars hélt ég að það væri frekar græðgin sem réði því þegar fólk stelur frá öðrum heldur en að það væri pólitísk stefna.

Annars eru allir ismar......komunismi, kapitalismi, bara hugmyndafræði sem aldrei hefur virkað í raun. Trúi álíka mikið á það og Jólasveininn. 

Matthildur Jóhannsdóttir, 28.12.2010 kl. 04:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband