4.7.2013 | 12:07
Sömu menn og eru á móti ESB vegna "hreinleika" dýrastofna!
Í andstöðunni við fulla aðild Íslands að Evrópusambandinu hafa talsmenn bænda haft hátt um að vernda þyrfti íslensku húsdýrastofnana sem væru svo hreinir og í hættu ef "óhreint" kjöt eða "óhreinir" dýrastofnar yrðu fluttir inn. Þetta er sambærilegt við hreintungustefnuna heittelskuðu sem felst í því að sótthreinsa málið og koma í veg fyrir öll óþrif af skítugum erlendum orðum.
Það kemur því úr hörðustu átt þegar þessir sömu bændur ætla að blanda skítugum útlendum erfðavísum saman við hina tandurhreinu íslensku eða jafnvel koma upp "hreinræktuðum" útlendum nautgripakynjum. Sjálfur er ég sá fyrsti til að hvetja til þess að við verjum íslensku húsdýrakynin og fagna því t.d. mjög að það skyldi takast að bjarga íslenska hundinum á elleftu stundu. En þessi framganga bænda sýnir hreinræktaða hræsni.
Hérna hafa verjendur sérhagsmuna hamast og óskapast til að hafa gríðarlegar kjarabætur af almenningi sem fælust í ESB-aðild. Allt til að verja ofurtolla, niðurgreiðslur og innflutningsbönn. Þeir dirfast svo að kalla þá sem hafa hag alls almennings í huga og mæla með aðild Íslands verstu nöfnum. Vafalaust kunna þessir menn ekki að skammast sín en við hin ættum að taka okkur saman og hía á þá!
Flutt verði inn erfðaefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þarna erum við sammála. Að vísu erum við nú þegar með innflutt blendingskyn en þetta er viðkvæmt mál og allar kröfur um breyttar reglur fela í sér hættur.
Árni Gunnarsson, 25.8.2013 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.