Var Þorláksbúðarhörmungin ekki nægileg?

Eru engin takmörk fyrir ruglinu sem mönnum dettur í hug? Ætlar Árni Johnsen að stjórna þessari aðför að Skálholti, eins og þeirri fyrri? Í Evrópu geta menn séð alvöru miðaldadómkirkjur. Eru virkilega einhverjir svo skyni skroppnir, að þeir haldi að fólk komi hingað á hjara veraldar til að sjá plastmiðaldir? Skálholt er merkilegur staður eins og hann er. Þar er ein besta samhangandi byggð kirkju- og skólabygginga í módernískum stíl sem þetta land hefur upp á að bjóða. Á að leyfa skurðgröfufíflunum að eyðileggja þetta eins og flest annað hér á landi?
mbl.is Bygging miðaldakirkju í farvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þetta er gamla kaþólska miðaldakirkjan á þúsundkallinum

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.5.2012 kl. 00:22

2 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Nei Anna, í Skálholti hafa staðið ótal kirkjur, misstórar. Á þúsundkallinum er (ímynduð) teikning á pappírssnifsi, engin mynd af raunverulegri byggingu. Núna drífa dugnaðarforkarnir væntanlega í því að  hrúga upp Disneyland-miðöldunum sínum með járnbentri steinsteypu og steinull og plexígleri úr Bauhaus! Og eyðileggja í leiðinni hið raunverulega Skálholt eins og það hefur verið síðustu áratugi, og sem við getum verið stolt af ef það fær að vera í friði.

Sæmundur G. Halldórsson , 7.5.2012 kl. 21:50

3 identicon

Hér áttu ekki erfitt,ég er sammála þér hér.

Númi (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 23:25

4 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Það er nú gott að heyra, Númi. Menn eru misþroskaðir, hér eins og víðar. Hér virðist hins vegar oft bera meira á þessum misþroska en hinum!

Sæmundur G. Halldórsson , 8.5.2012 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband