1.11.2015 | 21:56
Frá Prague til Bavaria???
Eins og tíðkast í öllum öðrum mér þekktum tungumálum aðlagar íslenska erlend staðarheiti að eigin málkerfi. Við eigum þannig meðal annars íslensk orð fyrir ofangreinda staði: Prag og Bæjaraland! Það væri þó illskárra að skrifa Bayern en að hanga í enskunni og skrifa "Bavaria". Á íslensku er franska héraðið Burgundy heldur ekki til. Það heitir á frönsku Bourgogne og við höfum alltaf kallað það Búrgundahérað. Sérstaklega er neyðarlegt að lesa greinar eftir menn sem þykjast vera sérstakir kunnáttumenn um vín skrifa um Búrgúndývín. Enska er ágæt til síns brúks, en þegar menn eru að semja texta á íslensku eiga staðarnöfn að vera á sama máli.
Man það að vera á flótta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Málfar | Breytt 2.11.2015 kl. 07:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2015 | 14:19
Á ekki að bojkotta fleiri?
Bojkottum endilega Ísrael sem þrátt fyrir alla vankanta er eina landið á svæðinu með lýðræðislegt stjórnskipulag og réttarríki, þar sem fólk getur leitað til dómstóla ef því finnst á sér brotið. Og jú, fimmtungur Ísraela eru palestínskir arabar (ísraelskir ríkisborgarar, íbúar hernumdra svæða eru ekki meðtaldir í þessari tölu). Í Hæstarétti landsins situr m.a. ísraelskur arabi sem sendi fyrrverandi forseta landsins í fangelsi fyrir spillingu! Á þinginu, Knesset, sitja líka arabískir flokkar. Arabíska er annað opinbert mál Ísraels.
Hins vegar eru núna öll arabaríkin "Judenfrei" eftir að hafa rekið samtals um eina milljón gyðinga frá heimilum sínum í ævilanga útlegð.
Höldum svo áfram blómlegum viðskiptum við vinaþjóðir okkar eins og Sádi-Arabíu, ríkin við Persaflóa og Íran sem höggva höfuð, hendur og fætur af fólki, grýta konur eða hengja fólk á torgum þegar fólki sem valdhöfum mislíkar við er ekki hrint fram af björgum. Bætum tengslin við Hamas og Hisbolla sem stefna að ofangreindum stjórnarháttum fyrir íbúa sinna svæða samkvæmt Sharía lögum, en að útrýmingu Ísraels og íbúa þess.
Reykjavík sniðgangi vörur frá Ísrael | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.4.2015 | 13:29
Ottómanar frömdu þjóðarmorð á Armenum og Grikkjum!
Á árum fyrri heimstyrjaldar, og síðustu árum Ottómaska heimsveldisins, voru framdir ólýsanlegir glæpir í Litlu-Asíu (Tyrklandi dagsins í dag). Á árunum 1912 til 1923 var markvisst reynt að myrða alla kristna menn á þessu svæði. Það þýðir að milljónir Armena og Grikkja voru myrtar. Af einhverjum ástæðum gleymist að nefna hörmungar Grikkja í þessu samhengi. Hvorki páfinn né Evrópuþingið nefndu Grikki. En tilefnið núna er að 100 ár eru liðin frá þessum fyrstu stórfelldu þjóðarmorðum 20. aldar í Evrópu. Ég hef lesið "Mein Kampf", sem tugthúslimurinn frá Braunau skrifaði í svokölluðu "varðhaldi" (Festungshaft)í Landsberg í Bayern,sem var þó varla annað en nafnið tómt. Þar vitnar hann í morð Tyrkja á Armenum og morð hvítra innflytjenda í Norður-Ameríku á frumbyggjum þar sem fordæmi sem Þjóðverjar eigi að fylgja varðandi Gyðinga! Og eftir stríð hafði engan grunað neitt í Þýskalandi.
En á þeim áratugum sem liðnir eru hafa Þjóðverjar þó breytt um stefnu svo um munar og eru í raun til fyrirmyndar í því að viðurkenna glæpi forfeðranna. Hvernig á annars að vera hægt að forðast að endurtaka sömu mistökin? Hitt öxulveldið, Japan, hefur ekkert viðurkennt eða afsakað og á því í mjög erfiðu sambandi við öll nágrannaríki, sem öll liðu fyrir glæpi japanskrar heimsvaldastefnu og fasisma í stríðinu. Sama gildir um Tyrkland sem hefur þó í áratugi reynt að fá inngöngu í Evrópusambandið!
Bæði þessi þjóðarmorð hafa verið viðurkennd sem slík af alþjóðasamtökum sem verja ofsóttar þjóðir og eru sérfræðingar á þessu sviði.
Tyrkland sem ekki viðurkennir ábyrgð sína á þjóðarmorðum á milljónum manna á ekkert erindi í hópi siðaðra þjóða. Þetta er sannarlega ekki rasismi. Voru það ekki rasistar sem myrtu alla kristna á sínu yfirráðasvæði svo að nú eru 99% íbúa Tyrklands múslimar? Ef tyrkneska ríkið tæki sér hins vegar Þýskaland til fyrirmyndar horfði öðruvísi við. Þá væri kannski hægt að ná sáttum við helstu nágranna eins og Armeníu, Grikkland og Kýpur (sem Tyrkland hertekur að hluta!).
SJÁ: http://www.dailymail.co.uk/news/article-3044292/Genocide-Christians-blood-soaked-depravity-exceeded-today-s-atrocities-Islamic-State-100-years-Turkey-faces-global-disgust-refusal-admit-butchering-MILLION-Christians.html
Merki um vaxandi rasisma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 18.4.2015 kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2015 | 14:44
Eru Bretar farnir að prenta evrur?
Á sama tíma og pylsusalinn úr Skagafirði reynir að ógilda ákvarðandir Alþingis með tölvupósti til Brussel, án þess að spyrja kóng né prest, hafa Bretar greinilega tekið upp evruna í skjóli myrkurs. Ekki vil ég rengja fréttaflutning Blaðsins sem hlýtur að vera kunnugt innstu kimum í íhaldsstjórnum beggja landa.
Frakkar enn sárir vegna Waterloo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2014 | 17:24
Nei, fólkið var myrt, ekki tekið af lífi.
Ég veit að enskumælandi fréttastofur hafa þennan ósið að kalla glæpi gegn varnarlausu fólki executions (aftökur)en það þýðir ekki að íslensku blöðin þurfi að apa það upp í hverri fréttinni eftir aðra. ISIS, Al Kaída, Boko Haram o.s.frv. eru ekki ríki og geta ekki skipulagt aftökur. Þeir eru glæpahundar sem myrða fólk og það á að nefna hlutina réttu nafni. Aftökur eru nógu slæmar þar sem þær eru framkvæmdar eftir dómsúrskurði. En morð er morð.
Tóku 28 ferðamenn af lífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2014 | 21:06
Heimskari en Evróvisjón leyfir?
Veit einhver hvaða hámarks IQ þátttakendur í Evróvísjón mega hafa? Í greindarmælingu tækist dömunni vafalaust að fljúga undir radar. Ég vona að sonur hennar sé hommi og að hann afneiti þessari tækifærissinnuðu truntu.
Lesbían fordæmir homma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.10.2013 | 01:18
Látin kona í viðtali við Mogga.
Annaðhvort er Morgunblaðinu ókunnugt um að Wenche Behring Breivik lést í mars síðastliðnum eða að Moggamenn hafa betri sambönd en aðrir fjölmiðlamenn. Í greininni er hvað eftir annað vitnað í orð sem konan hefði látið falla nú við útgáfu bókarinnar.
Fyrir mörgum árum komu norrænir blaðamenn hingað til lands og yrðu stórhrifnir þegar þeir sáu að stór hluti Morgunblaðsins var undirlagður af greinum um framliðna. Nefndu þeir því miðilinn "De dødes avis", þ.e. Blað hinna dauðu. Er það rökrétt, enda hafa núlifandi lesendur yfirgefið blaðið í hrönnum.
Trúði ekki að Breivik gæti framið slíkt ódæðisverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2013 | 01:55
Hverjir liggja í hermannagrafreitunum?
Vilja kynlausan þjóðsöng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2013 | 16:14
Íslamistar eru ekki betri en nasistar.
Af einhverjum ástæðum virðast margir veigra sér við að gagnrýna íslamista fyrir það sem þeir predika og fremja. Þeir og þær sem eru til vinstri í pólitísku litrófi hika við að segja það sem blasir við: þessir menn eru fasistar og óvinir mannkyns.
Hvers vegna ætli það sé? Nú, í fyrsta lagi eru þeir brúnir eða svartir á lit og þar af leiðandi að sjálfsögðu skjólstæðingar vinstri manna. Nú kann einhver að segja: Fórnarlömbin hafa sama húðlit! En það er að sjálfsögðu ekki annað en útúrsnúningur.
Í öðru lagi eru óvinir þeirra hinir sömu og okkar: hinir djöfullegu Ísraelsmenn, (þ.e.a.s. gyðingar, en það segjum við ekki), og heimsveldi hins illa: Bandaríkin.
Nú er það því miður svo að þeir fyrstu sem íslamistar ráðast á, ofsækja, pynta og drepa eru femínistar, lýðræðissinnar, hommar; allir sem aðhyllast nútímalegt samfélag byggt á vísindum, mannúð, menntun og lýðréttindum. Hvers vegna í ósköpunum eru vestænir vinstir menn ekki í forystusveit þeirra sem berjast gegn íslamó-fasistunum??????
Skutu á sofandi ungmenni á heimavist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
18.9.2013 | 23:28
Ömurlegt
Hún bara gafst upp og fór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)